Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 31

Réttur - 01.01.1981, Side 31
skrá skuli í eina heildarskrá lífeyris- réttindi allra landsmanna. Samkvæmt lögunum skal skrásetja iðgjaldagreiðslur allra manna, þann lífeyrissjóð eða þá sjóði sem greitt hefur verið til og þau réttindi sem hver maður á samkvæmt reglum þess sjóðs sem hann er aðili að. Lífeyrisskráin er til þess ætluð að veita einstaklingum og atvinnurek- endum upplýsingar um til hvaða líf- eyrissjóðs iðgjald skal greiða fyrir hvern mann eða um hvaða sjóði er að velja, eigi það við. Lífeyrisskráin skal veita upplýsingar um greiðslur iðgjalda og lífeyrisréttindi og skráin skal gefa út árlega yfirlit um lífeyris- réttindi og iðgjaldagreiðslur lands- manna. Þá var með lögum nr. 95/ 1980, um söfnunarsjóð lífeyrisrétt- inda, stofnaður sérstakur lífeyrissjóð- ur sem tók við eignum, skuldum og verkefnum biðreiknings lífeyris- sjóðsiðgjalda. 10. Fæðingarorlof í tengslum við gerð kjarasamninga á árinu 1980 gaf ríkisstjórnin yfirlýs- ingu um að hún myndi beita sér fyrir ýmsum félagslegum réttindamálum. Eitt þessara mála er fæðingarorlof fyrir allar konur. Samkvæmt lögum þessum um fæðingarorlof nr. 97/1980 eiga nú allar konur sama rétt til þriggja mánaða fæðingaror- lofs, en á mismunandi launum, allt eftir atvinnuþátttöku. Með lögunum verður sú meginbreyting að heima- vinnandi konur og þær sem stunda óveruleg hlutastörf fá í fyrsta skipti fæðingarorlof. Þá taka lögin til feðra einnig, en þeir eiga nú rétt til þess að taka hluta fæðingarorlofs í stað móður. Samkvæmt lögunum á foreldri sem hefur hálfa til fulla dagvinnuþátt- töku á almennum vinnumarkaði síð- ustu 12 mánuðina fyrir fæðingu, rétt á óskertum mánaðargreiðslum í þrjá mánuði. Viðmiðunargreiðslurnar voru, þegar lögin voru sett, gkr. 530 þús. á mánuði. Foreldri sem hefur fjórðungs til hálfa dagvinnuþátttöku á síðustu 12 mán. á rétt á 2/3 af þess- um greiðslum í þrjá mánuði. Foreldri sem er utan vinnumarkaðar, heima- vinnandi eða er með fjórðungs dag- vinnuþátttöku eða minni á samkvæmt lögunum rétt til 1/3 af fullri viðmið- unargreiðslu í þrjá mánuði. Sú meginbreyting verður með lög- unum að nú greiðist fæðingarorlof úr lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins gegn framvísun vottorðs læknis og sönnunar um launagreiðsl- ur og atvinnuþátttöku. Áður var fæðingarorlof, eins og kunnugt er, bundið kjarasamningum og greiðsl- um atvinnurekanda og atvinnuleysis- bótum. Ef um fleirburafæðingu er að ræða framlengist fæðingarorlof um einn mánuð. Sé móður nauðsyn- legt af heilsufars- og öryggisástæð- um að hefja töku fæðingarorlofs meira en einum mánuði fyrir áætlað- an fæðingardag, á hún rétt á fæðing- arorlofslaunum í allt að fjóra mán- 31

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.