Réttur


Réttur - 01.01.1981, Síða 36

Réttur - 01.01.1981, Síða 36
Kommúnistaflokkur íslands 1930 — 1938: „Langskemmtilegasta tímabil ævi minnar” segir Björn Bjarnason í Iðju. „Ég sé bara skóginn, ekki einstök tré, þegar ég hugsa til baka til þessa tímabils,” sagði Bjöm Bjamason í Iðju, þegar hann dagstund ræddi um Kommúnistafiokk íslands og þau ár sem hann var við lýði. Bjöm var einn af stofnfélögum flokksins, átti sæti í miðstjóm hans öll þau ár sem hann starfaði og var fyrsti bæjarfulltrúi hans í Reykjavík. „Þótt ég nefni engin nöfn, er því ekki þar með sagt að ég vanmeti menn eins og Brynjólf Bjarnason og Einar Olgeirsson, störf þeirra og uppeldisáhrif þeirra á félagana. Það er heildin sem er mér efst í huga.” sagði hann. „Mér þykir ákaflega vænt um þetta tímabil og ég sakna þessa lifandi áhuga og fómfýsi sem yfirleitt var gegnum gangandi í flokknum.” — Hvernig kynnist þú fyrst vinstri hreyfingunni? ,,í gegnum ágætan skipsfélaga minn, Rósinkrans ívarsson, sem þá var í stjóm Sjómannafélagsins en hann hafði orðið fyrir áhrifum í Noregi. Á þeim árum var ég ómótaður og hafði þá einu stefnu að vera á móti Framsókn.” — Ertuþaðenn? „Já, tvímælalaust. Hins vegar var Rósin- krans töluvert veikur fyrir Jónasi frá Hriflu og það varð til þess að við byrjuðum að deila og héldum þvi áfram löngu eftir að allur ágreiningur var horfinn. Við höfðum báðir gaman af og ég fræddist heilmikið af honum. Ég var sjómaður á togurum frá Reykja- vík eftir 1920 en kom svo í land 1928. Ég smádróst inn í þetta, — ég þekkti Hendrik Ottósson og kynntist fleiri félögum. í Spörtu gekk ég svo 1929 og var ritari félags- ins þegar Kommúnistaflokkurinn var stofn- aður.” — Þú segist sakna þessa tímabils? „Já, þetta er langskemmtilegasta tímabil ævi minnar, þó ég hafi aldrei lagt eins mikið á mig og þá. Það er mikils virði að finna sig vera í hópi manna sem ekki hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig, heldur heild- ina.” — Nú kalla margir þetta viðhorf ,,kreppurómantík” og segja að ekki sé ástæða til að sakna þessara tíma atvinnu- leysis og örbirgðar? 36

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.