Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 37

Réttur - 01.01.1981, Side 37
„í sjálfu sér eru þetta ekki tímar til að sakna, heldur þær aðferðir sem beitt var til að breyta tímanum. Ég vona að slíkir tímar komi aldrei aftur, en hugsjónaeldurinn sem var vakinn, hans sakna ég. Þyrfti eitthvað að gera var aldrei spurt hvort menn hefðu eitthvað upp úr því, heldur: get ég gert það? Og það var gert hvort sem það virtist mögu- legt eða ekki. Það er þetta sem ég sakna frá þessum tíma og mér finnst að verkalýðs- hreyfingjn sérstaklega hafi misst mikið við það breytta hugarfar sem nú ríkir. Nú virð- ast menn ekki hafa neina hugsjón aðra en að éta og komast áfram.” — Er hægt að endurvekja þennan hug- sjónaeld nú á tímum? „Sjálfsagt er erfitt að framkaUa slíkan einhug og ákafa og til þess þarf trúlega enn- þá mikilhæfari leiðtoga en þegar neyðin rekur á eftir. Hins vegar eigum við enn það mikið ógert innan hreyfingarinnar að við mættum hafa meiri einhug og ákafa en við höfum.” — Nú var þetta ekki fjölmennur hópur sem stóð í forystu flokksins? „Nei, og það má heita undravert hvað þessi tiltölulega fámenni hópur hafði mikil áhrif. Það var starfað eftir ákveðnu skipu- lagi og allir einbeittu sér. Fyrst og fremst einbeitti Kommúnistaflokkurinn sér að verkalýðsmálum. Það var þó snemma farið að bjóða fram til þings og bæjarstjóma og það tók töluvert af tíma félaganna. En höf- uðþunginn var alltaf á baráttumálum verkamanna og hreyfingar þeirra. Það er ekki nokkur vafi á því að þessi fámenni hópur hafði ótrúleg áhrif á framvindu mála í verkalýðshreyfingunni sem aftur hafði mikil áhrif á þjóðfélagið allt og þróun þess. Fyrir tilstilli Kommúnistaflokksins í verkalýðshreyfingunni og sérstaklega Brynjólfs varð Vinnulöggjöfin, sem sett var 1938, ekki verri en raun er á. Hún var í upphafi hugsuð á allt annan hátt en við hana höfum við búið að mestu óbreytta síðan. Þá var það heldur ekki síst fyrir áhrif kommúnista og bandamanna þeirra að það tókst að stía í sundur Alþýðuflokki og Alþýðusambandi og stofna sjálfstætt verkalýðssamband óháð flokksböndum en það var knýjandi nauðsyn. Flokkseinokun- in var slík að menn höfðu ekki atkvæðisrétt á Alþýðusambandsþingum ef þeir undirrit- uðu ekki stefnuskrá Alþýðuflokksins og einstefna hans hefði orðið stórkostlegur hemill á framvindu mála.” — Nú varst þú fyrsti bæjarfulltrúi flokksins í Reykjavík? „Já, þegar við fengum þennan eina full- trúa 1934, en meginhlutinn af mínu starfi var helgaður verkalýðshreyfingunni allt að einu. Einn bæjarfulltrúi var auðvitað áhrifalaus en í bæjarmálum voru það helst atvinnumálin og húsnæðismálin, sem reynt var að vekja athygli á. Það voru nú ekki háar atkvæðatölurnar fyrst þegar boðið var fram til þings. Mig minnir að það hafi verið um 250 atkvæði sem þingmannsefni flokks- ins fékk hér í Reykjavík. Síðan gekk þetta furðu fljótt. 1938 voru þeir orðnir þrír þingmennirnir. ” — Þetta hefur verið mikill viðgangur? „Já, og mönnum óaði við honum. En það sem úrslitum réði var óþolinmæði ýmissa forystumanna okkar sem þótti flokkurinn vaxa of hægt. Og svo var 37

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.