Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 38

Réttur - 01.01.1981, Side 38
Álfheiður ingadóttir ræðir virt Björn Bjarna- son um Komm- únistaflokkinn ákveðið að gera hann að fjöldaflokki og hann lagður niður 1938. Ég hef alltaf verið hálfgerður einangrunarsinni og lagt meira upp úr fámennum hóp sem er vel skipulagður en stórum hóp með minni aga.” — Þú varst á móti því að leggja flokk- inn niður? ,,Já, ég var þeirrar skoðunar og er það enn.” — Hvaða þróun sérðu fyrir þér ef það skref hefði ekki verið stigið? ,,Ég er ekki í neinum vafa um að flokk- urinn hefði vaxið miklu hægar og sjálfsagt hefðu átökin orðið skarpari. Hins vegar hefðum við þá losnað við þá miklu lægð sem mér virðist við vera í núna. En óefað komumst við uppúr henni með tímanum. Þessi dauðamolla verður ekki endalaus.” — Hvernig lýst þér á þá mynd sem yngra fólk gerir sér af starfstíma Kommún- istaflokksins? ,,Unga fólkið gerir sér ekki grein fyrir þvi hvers konar tímar þetta voru sem við lifð- um á. Það hefur nú heldur ekki verið bein- línis stuðlað að því að skapa rétta mynd af þessu tímabili til að fræða yngra fólkið. Núna lýgur borgarapressan svo hratt, — að Þjóðviljanum meðtöldum, að fólk hefur ekki við að trúa og þar er kommúnismi tal- inn óalandi og óferjandi og hann afvega- fluttur á allan hátt. Það er varla von að ungt fólk hafi getað skapað sér raunhæfa mynd af þessu tímabili.” — Geturðu ekki rifjað upp eitthvað at- vik sem þér er minnisstœðara en annað, — sigur eða ósigur? ,,Ég veit hreint ekki hverju ég ætti að svara í því tilefni. Sennilega væri það samt eitt af því sem ég taldi minn mesta ósigur og það var þegar Kommúnistaflokkurinn var lagður niður, þó ég fylgdi félögunum hins vegar inn í Sósíalistaflokkinn og hefði þar langa viðdvöl. Ég taldi mig hafa setið þar meðan sætt var,” sagði Björn og brosti. Það var ekki farið lengra út í þá sálma. Á.I. 38

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.