Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 40

Réttur - 01.01.1981, Page 40
BiðröA útskrifaöra háskólastúlkna í Japan í von um vinnu. saman, ekki síst vegna inngöngu í Efna- hagsbandalagið. í Japan er atvinnuleysið slíkt að af 250.000 er útskrifuðust úr háskólum, fengu aðeins 60.000 vinnu. Bandaríkin voru áður hinn forríki leiðtogi þessara Nato-ríkja, en nú tröll- ríður kreppan þeim líka. ,,Hernaðar- og stóriðjuklíkan”, sem þar ræður ríkjum, sér þá einu úrlausn til að tryggja gróða sinn að auka hernaðarútgjöldin, auka þarmeð styrjaldarhættuna, þarmeð líka tortímingarhættuna fyrir íslendinga. En bandaríska auðvaldið vill ekki þurfa að borga aukningu hervæðingar- innar. Herútgjöldin fjárhagsárið 1981—2 (júlí—júlí) voru pínd upp í 171,5 milj- arða dollara. Og auðvaldið ætlast til þess að alþýðan ameríska — og ef til vill ,,bandamennirnir” í Evrópu — taki byrðarnar á sig. Eðvarð Kennedy, öldungardeildar- þingmaður, orðaði það svp.: ,,Carter- kenningin býður þeim, sem samningana um herbúnaðinn fá, fagra framtíð út- þenslu og gróða. En millistéttirnar, verkalýðurinn og öll fórnarlömb þjóð- félagsins vegna kynferðis, þjóðflokks eða aldurs fá að kenna á afleiðingunum 40 J

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.