Réttur - 01.01.1981, Page 41
með hærri sköttum, hærri vöxtum og
meiri verðbólgu”.
Kaninn er farinn að kvarta undan
byrðunum, er hann leggur á! Hann vill
að Nato-þjóðir Evrópu taki meir á sínar
herðar.
En sumir sérfræðingar Yestur-Evrópu
óttast tvöföldun atvinnuleysisins þar á
næstu fimm árum — og amerísku hring-
arnir eru farnir að undirbjóða þar með
vörum sínum og valda harðvítugustu
árekstrum.
Ef íslenskir valdhafar fengjust til að
hugsa raunsætt, þá myndu þeir reyna að
tryggja íslenskt atvinnulíf gegn afleiðing-
um kreppunnar, með því að reyna að ná
vaxandi viðskiptum við sósíalistisku
löndin. Hjá þeim hefur framleiðslan vax-
ið á sama tíma, sem hún féll í Efnahags-
bandalagslöndunum hlutfallslega við
heimsframleiðslu (t.d. stál úr 26,2%
1970 í 29,2% 1979, — olía úr 16,2% í
19,1% 1979, — og þannig mætti lengi
telja). En hjá skammsýnum valdhöfum
hér virðist helst áhugi fyrir að draga úr
viðskiptum, t.d. minnka olíuinnflutning
frá Sovétríkjunum og fá verri og dýrari
olíu frá Bretum í staðinn. En möguleik-
inn til stóraukningar islenskra iðnaðar-
vara er ekki notaður, — við keyptum þó
30% alls íslensks innflutnings frá sósíal-
ísku löndunum 1958.1
Það er vitanlegt hvað afturhaldið á ís-
landi hugsar sér í þessum efnum: Það
ætlar að láta auðvaldskreppuna dynja
yfir ísland og hefja í skjóli hennar þá
fyrrum boðuðu „leiftursókn” gegn al-
þýðu er mistókst 1979: með gífurlegu at-
vinnuleysi, vægðarlausum kauplækkun-
um og niðurskurði félagslegra umbóta.
Og fyrsta atlagan skal gerð að lýðræð-
inu.
Afturhaldsmenn íhaldsins, Geir-fugl-
arnir, hafa þegar boðið Framsókn sam-
starf um að skifta á milli sín þingsætun-
um og útiloka áhrif verklýðshreyfingar-
innar: Það á að gerast með því að koma
á 49 einmenningskjördæmum, m.ö. orð-
um afturganga fyrirætlananna frá kring-
um 1950, þegar þessi þokkalega árás á
áhrif og vald kjósenda og afnám jafn-
réttis strandaði á því hvort vera skyldu 17
eða 21 einmenningskjördæmi í Reykja-
vík. — Þetta er nú það sem bak við býr,
þegar afturhaldið hrópar hæst um lýð-
ræði, en undirbýr svo að reka rýtinginn í
bak þess.
Spurningin er bara: Hvenær þorir
afturhaldið í Framsókn að taka höndum
saman við ofstækisöflin í íhaldinu til
slíkrar árásar á lífskjör íslenskrar al-
þýðu?
Og þá kemur um leið hin spurningin:
Ætla samtök alþýðu, fagleg og pólitísk,
að bíða eftir þeirri holskeflu ófarnaðar,
— eða taka þau nógu snemma höndum
saman öll á hinum pólitíska vettvangi til
þess að afstýra ógæfunni og láta brask-
arastéttina sjálfa borga?
Skýringar:
1 Það er máske rétt að geta þess vesælum Nato-sálum
á íslandi til hughreystingar, að Vestur-Þýskaland
hefur stórfellda viðskiftasamninga við Sovétríkin og
önnur sósíalistisk lönd, sem m.a. tryggja yfir 300.000
manns í Vestur-Þýskalandi atvinnu, þegar atvinnu-
leysið tröllríður því Nato-ríki.
41