Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 47

Réttur - 01.01.1981, Side 47
svo og lágmarks eftirlaun fyrir starfsfólk í verksmiðjum, á skrifgtofum og á sam- yrkjubúum. Er gert ráð fyrir að hækkun framlaga til barnafólks og eftirlauna- fólks nái til 50 miljóna sovéskra íbúa. Til íbúðabygginga eru áætlaðar 11 mil- jónir á áætlunartímanum og áhersla lögð á vandaðri íbúðir en hingað til. Reiknað er með að 85-90% aukning þjóðartekna á þessu skeiði byggist á 17- 20% aukinni framleiðni. Sérstök áhersla verður lögð á aukningu landbúnaðarins og er reiknað með að árlegt meðaltal kornframleiðslunnar verði 238-243 mil- jónir smálesta. Undirstöðuiðnaðurinn á eðlilega að vaxa mikið: Rafmagnsframleiðslan um 20-24%, sömuleiðis framleiðsla á járni og stáli, svo og efnaiðnaðurinn og véla- iðnaðurinn. Hvað orkuiðnaðinn snertir verður lögð höfuðáhersla á hraða þróun gasiðn- aðarframleiðslunnar, einkum í Vestur- Síberíu. Mun hún aukast um 38-47%, en hinsvegar er gert ráð fyrir að olíufram- leiðslan verði minni en síðastliðin 5 ár. Forsætisráðherrann lagði áherslu á vilja Sovétstjórnarinnar til aukinna við- skipta við auðvaldslöndin og lauk ræðu sinni með því að undirstrika að uppbygg- ing og friður væru óaðskiljanlegar for- sendur og grundvöllur að framkvæmd áætlunarinnar. Því leggði Sovétstjórnin höfuðáherslu á að hindra kalt stríð, varðveita friðinn og tryggja þannig fram- kvæmd stórhuga áætlunar sovétþjóðanna. Það fer ekki hjá því að menn taki eftir hve ólíkur tónninn og framtíðaráætlanir Brcshnev eru í ræðum og tillögum leiðtoga Sovét- þjóðanna eða hinsvegar vígbúnaðaræðið og hótanirnar hjá Ronald Reagan & Co. Flokksþingið stóð frá 23. febrúar til 3. mars.Flokksmenn eru nú yfir 17 miljónir i 400 þúsund grunneiningum (sellum, fé- lögum o.s.frv.) Hafa 1,7 miljónir bæst við síðan á síðasta flokksþingi. Aðalforusta flokksins var að mestu endurkjörin. 47

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.