Réttur


Réttur - 01.01.1981, Qupperneq 48

Réttur - 01.01.1981, Qupperneq 48
,,Ólöf ríka” Angólu-þjóðar Þegar þær þjóðir Afríku, sem öldum saman voru kúgaðar af nýlenduveldum Evrópu, eru nú smásaman að öðlast frelsi, brjóta hlekki sína, þá fara þær að rifja upp fornar sögur úr frelsisbaráttu sinni. Kemur þá ýmislegt í ljos, sem minnir okkur á frásagnir frá fyrri öldum hér. Eða hverjum dettur ekki í hug for- usta hinnar aðsópsmiklu Ólafar ríku', er hún forðum lét brytja niður Breta við Breiðafjörð til að hefna manns síns, þeg- ar eftirfarandi saga er sögð frá Angólu? Á 17. öld var ríkið Ndanga eitt hið voldugasta á Kongo-svæðinu. Kölluðu Portúgalar það Angólu, af því Ngola- ættin réði þar ríkjum. Portúgalar höfðu lagt undir sig nokkurt landsvæði þar í grennd og girntust meira. Árið 1662 fóru fram samningar milli jarls Portúgala í Luanda og sendinefndar frá Ngola-ættinni um frið. En fyrir sendinefnd Ngola-manna var kona, Nzinga Mbandi Ngola, systir ,,konungsins” eða ættarhöfðingjans. Kom hún með fríðu föruneyti og fullu umboði. Jarlinn lét að vísu skjóta heiðursskot- um úr fallbyssum, er nefndin kom, en hugðist auðmýkja kvenhöfðingjann með því að setja allmargar sessur andspænis sér, svo hún yrði að liggja þar eða sitja, en sjálfur sat hann i tígulegum stól. En Nzinga sá strax hver tilgangurinn var, gaf all stórvaxinni fylgdarkonu sinni merki með augunum og sú kraup niður á sessunum og bauð Nzingu breitt bak sitt sem sæti. Sat hún þá jafnhátt jarli. Undruðust Portúgalar viðbrögð hennar — og enn meir hæfileika hennar, er samningar hófust. Knúði hún með samn- ingssnilli sinni fram góða friðarsamninga. Og það var mikilsvert fyrir Angolumenn, sem höfðu aðeins boga og örvar að vopni, voru aðþrengdir og þörfnuðust a.m.k. stundarfriðar. Nzinga var fædd 1582 og tók við ) 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.