Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 49

Réttur - 01.01.1981, Page 49
„konungs”- eða ættarhöfðinga-tigninni 42 ára, er bróðir hennar dó 1624. Hún háði langt frelsisstríð við Portúgala, til þess að hindra þá í að stækka yfirráða- svæði sitt og ræna frjálsum Angóla- mönnum og selja sem þræla. — Portú- galar voru þræl-kristnir sem kunnugt er. — Um Nzingu urðu margar þjóðsögur til og ljóð mörg kveðin um hana. Við hirð- ina skipuðu konur mörg helstu tignar- sætin. Konurnar lærðu vopnaburð og háðu frelsisbaráttuna við hlið karl- mannanna. Nzinga var í karlmannabún- ingi og segir sagan að hún hafi og haft við hlið sér marga ,,fylgisveina” (í merk- ingu sem karlmenn nota: ,,fylgikonur”) og klæddust þeir kvenfötum. Nzinga hagnýtti af miklum klókindum hagsmunaandstæðurnar milli nýlendu- veldanna, gerði 1641 bandalag við Hol- lendinga gegn Portúgölum. Og 1656, 74 ára að aldri, gerði hin gráhærða drottn- ing friðarsamning við Portúgala, en hélt þó valdi sínu og áhrifum óskertum. — Nzinga andaðist 17. desember 1663, 81 árs að aldri. Þjóð hennar leit á hana sem stjórnmálaleiðtoga, herforingja og bar- áttumann gegn nýlenduþrælkuninni — allt í senn. En eftir andlát hennar tókst Portúgöl- um loks 1671 að leggja undir sig Angola og arðræna þar, kúga og myrða í tæpar þrjár aldir, þar til Angolaþjóðin nú hefur brotið nýlenduhlekkina af sér.2 SKÝRINGAR: 1 Gott er til minningar um Ólöfu riku að lesa „Man- söng Svarts á Hofstöðum um Ólöfu Loftsdóttur”, í „Visnakveri Fornólfs”. 2 Sjá m.a. grein í Rétti 1976, bls. 104—105: „Sigur al- þýðubyltingar í Angóla”. 49

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.