Réttur


Réttur - 01.01.1981, Síða 51

Réttur - 01.01.1981, Síða 51
r Minnispunktar fyrir Islendinga: 40 ára bandarískt hernám íslands í krafti nauðungar-,,samninga” Er ísland var hernumið 1940 af Bretum var það opinbert ofbeldisverk, sem ríkisstjórn, Alþingi og þjóðin mót- mæltu. Er Bretar voru kúgaðir af Bandaríkja- stjórn til að afhenda henni ísland undir áhrifasvæði hennar, var beitt lygum, hótunum og úrslitakostum um hernám ella, til þess að knýja fram hinn svokall- aða „herverndarsamnig” við Banda- ríkin. Bretar lugu því að ríkisstjórninni að þeir væru að flytja her sinn burt. Breski sendifulltrúinn hér fékk skipun um að ,,sjá um” að íslenska ríkisstjórnin samþykkti „samninginn”. Hermann Jónasson kvað það hafa verið gert með því að setja ríkisstjórninni 24 klukku- tíma úrslitakosti. Bandaríski flotinn var þegar á leiðinni og hertók landið 7. júlí. Meirihluti Alþingis var látinn samþykkja hernámið 9. júlí. Einn þingmaður íhalds- ins lýsti yfir því að hann samþykkti ein- vörðungu vegna þess að Bandaríkin og Bretland hefðu hnífinn á hálsi íslendinga og gætu stöðvað alla flutninga til og frá landinu og svelt þjóðina. Ólafur Thors sagði í ræðu sinni: ,,Ég bið menn að gæta þess að sú ríkisstjórn sem þessa ákvörðun tók, var ríkisstjórn hins her- numda íslands.” Sjálft var Alþingi það, er nauðungar- ,,samninginn” gerði ólöglegt, var kosið 20. júní 1937 til fjögurra ára og tími þess því útrunninn 20. júní 1941. Herinn skyldi eftir ,,samningnum” fara burt strax eftir stríð. Það loforð var svikið. Fyrst heimtaði Bandaríkjastjórn þrenn stór landsvæði af íslandi afhent undir amerísk yfirráð sem bandarískt land í 99 ár. Þegar þessu var neitað, er auðséð að Bandaríkjastjórn hefur neytt meirihluta nýsköpunarstjórnarinnar til að gera Keflavíkursamninginn með hótunum um að sitja ella með her sinn á íslandi, hvað sem íslensk yfirvöld segi. 51

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.