Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 53

Réttur - 01.01.1981, Page 53
Enskþýska útgerðarauðvaldið rænir lífsbjörginni frá Grænlendingum ísland og Grænland þurfa að tengjast órjúfandi vináttu og samstarfsböndum Nú hefur það gerst í janúar 1981 að ensk-þýska útgerðarauðvaldið í Efnahagsbanda- laginu hefur knúið það fram með ofbeldi og hótunum að togarar þess fái að veiða all- mikinn þorsk á fiskimiðum Grænlendinga. Er það ,,þýski” togarahringurinn, Nord- deutsche-Hochseefischerei, sem á hér mestra hagsmuna að gæta og frekastur er, en hann er eign breska risafyrirtækisins Unilever, sem er annað stærsta auðfyrirtæki utan Bandaríkjanna — og höfum við íslendingar löngum fengið að kenna á arðráni þess og yfirgangi. Danir beygðu sig eins og aumingjar fyrir þessum hótunum stórlaxanna. Þeir eru vanir því að ofurselja lífskjör þeirra þjóða, sem þeir hafa náð tangarhaldi á. Við íslendingar munum það frá „svínafleskssamningnum” 1901, er þeir ofurseldu Bretum landhelgi okkar upp í landsteina að heita má (3 mílur). Grænlendingar mótmæla þessum svívirðingarsamningi og stjórnmálamenn þeirra herða nú undirróðurinn að úrsögn Grænlendinga úr Efnahagsbandalaginu 1982. Það er háttur auðdrottna gagnvart ný- lendum að þurrausa auðlindir þeirra, ef þeir geta. Danir hafa þurrausið sumar námur í Grænlandi svo sem kolanámuna í Quatdligssat og lokað síðan, en rænt aðrar í heila öld eins og kreolitnámurnar í Ivigtut, — og tala svo með hroka um að þeir hendi ölmusu í Grænlendinga, en þegja um arðránsfyrirætlanirnar: Græn- land er ríkt af úranium t.d. Danska ný- lendustjórnin eyðilagði að mestu hina fornu frumbyggja menningu og atvinnu- hætti Grænlendinga, en færði þeim syphylis og fleiri slík „menningarfyrir- brigði” ásamt nokkrum raunverulegum menningar-endurbótum. íslendingar hafa sýnt þessari næstu nágrannaþjóð sinni alltof litla samúð í 53

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.