Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 54
frelsisbaráttu hennar. Ríkisstjórn og Al-
þingi sýndu henni ekki einu sinni þá
kurteisi að bjóða fulltrúum hennar á
1100 ár afmæli íslandsbyggðar. (Þorðu
yfirvöld vor það ekki af ótta við að
móðga Dani?) Og til eru þeir menn á ís-
landi sem álíta kúgara Grænlendinga
,,samherja” vora!*
Það er tími til kominn að Grænlend-
ingar, Færeyingar og íslendingar taki
upp miklu nánari samvinnu bæði um at-
vinnumál sín, utanríkismál og fleira.
Þótt fámennar séu þjóðir þessar og
óvopnaðar, þá hafa þær vegna legu
sinnar og auðæfa til lands og sjávar, að-
stöðu til þess að vernda hagsmuni sína,
ef forustumenn þeirra þora vægðarlaust
að beita þeim „vopnum”.
Við skulum minnast þess að Alþingi
íslendinga samþykkti aldrei innlimun
Grænlands sem ,,amt” í Danmörku.
Oss ber að styðja af fremsta megni að
grænlenska þjóðin fái í sínar hendur öll
þau þjóðréttindi, sem hún sjálf vill, —
einnig fullt sjálfstæði og fullan rétt yfir
öllum auðlindum síns stóra lands, ef hún
krefst þess.
Við vitum að Grænlendingar muni
eiga þar við ramman reip að draga. Jafnt
auðhringir Efnahagsbandalagsins sem og
Bandaríkin mæna girndaraugum til auð-
æfa Grænlands og munu sækja þar á.
Grænlendingar þurfa því á allri þeirri að-
stoð að halda, sem fáanleg er frá þjóðum
þeim, sem vilja standa með þeim í að af-
létta nýlenduokinu gamla að fullu og
hindra að þeir verði stærri og verri
gömmum að bráð, er þeir losna endan-
lega undan þeirri dönsku „forsjá”, sem í
svipinn hefur ofurselt þá Efnahags-
bandalaginu.
En það er ekki aðeins á stjórnmála-
sviðinu, sem Grænlendingar og íslend-
ingar ættu að geta unnið saman.
Einnig á viðskiftasviðinu, í sambandi
við framleiðslu á fiski, ull ofl. ættu að
vera miklir möguleikar til samhjálpar og
samvinnu þessara tveggja fámennu
þjóða, sem um aldir hafa orðið að þola
nýlendukúgun, en eiga nú i rauninni yfir
slíkum hafflæmum og landflæmum að
ráða sem stór ríki væru: í því felast miklir
þróunarmöguleikar, en líka miklar
hættur í grimmum gammaheimi auð-
drottnanna, nábúa beggja. Því ber þeim
að snúa bökum saman.
Og það þarf ekki síður að efla sam-
starfið á menningarsviðinu. Til þess er
ekki síst gott tilefni, þegar 1000 ár eru
liðin frá því íslendingar fundu Græn-
land, nú 1982 — að talið er. Ætti ísland
að undirbúa það rækilega, hátíð þessara
tveggja þjóða — og bæta jafnframt fyrir
brotið, sem framið var af íslendinga
hálfu 1974. — 1964 lagði ég til á Alþingi
að send yrði þingmannanefnd til Græn-
lands, m.a. til að sýna þeim samstöðu í
sjálfstæðisbaráttu þeirra. Þvi var ekki
sinnt. — En nú verðum við að bæta fyrir
vanræksluna og brotin og sýna þeim í
verki þann hlýhug, virðingu og sam-
starfsvilja, er tengi þjóðir vorar órjúf-
andi vináttuböndum.
SKÝRINGAR:
I' Sjá greinina „Skyldan við Grænlendinga”, bls. 98-
101 í „Rétti” 1975. p pv
54