Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 59

Réttur - 01.01.1981, Side 59
Nýnasisminn í V-Þýskalandi Karl Dönitz, sem hafði verið yfirmað- ur þýska flotans í síðasta stríði — og sem slíkur líka ábyrgur fyrir morðum nasista- kafbátanna á íslensum sjómönnum, — dó um síðustu áramót 88 ára og var jarð- aður 6. janúar. Við jarðarförina var sem gamli nasisminn væri risinn upp á ný. Hakakrossarnir blöstu við, kransar birt- ust frá morðsveitum ,,Waffen-SS”, fyrr- verandi foringjar Nato-hers báru mikið lof á Dönitz við gröfina, nýnasistar lýstu hann þar sem hinn „löglega forseta þýska ríkisins’ allt til dauðans. (Hann var látinn taka við af Hitler, er hann skaut sig.) Það var greinilegt á þeim þúsundum, sem þarna komu saman í Aumuhle, að það var verið að nota tækifærið til að sýna að nasisminn væri enn við lýði í Vestur-Þýskalandi. Og samtímis var svo sýnt og sannað að gamla Gyðingahatrið, — sem leiddi til glæpaverkanna í Aus- witz og víðar, gasofnanna og annara kvalastaða, þar sem 6 miljónir Gyðinga voru myrt, — gengi enn ljósum logum í V estur-Þýskalandi. Á legsteina Gyðinga í kirkjugarðinum í Frankfurt am Main var hakakrossinn málaður. Hakakrossar málaðir á legsteina Gyðinga Nýnasistarnir virðast vera að fá vold- ugan bandamann þar sem hinn nýi Bandaríkjaforseti er, sem tekur upp höfuð-kjörorð Hitlers: Stríð gegn heims- kommúnismanum. Kjörorð nýnasistanna er: „Hitler hvarf brott frá hálfnuðu verki”. 59

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.