Réttur - 01.10.1982, Side 48
að þessu sinni ekki eins hagstæðar at-
vinnurekendum, og venjulega, og þeir
hefðu kosið. Hin opinberu efnahagsvöld
voru í höndum ríkisstjórnar, sem póli-
tískur málsvari launþega var þriðjungsað-
ili að. f>að gat því brugðið til beggja vona
um afstöðu ríkisstjórnarinnar. Virk áhrif
á skoðanir almennings, þ.á m. félags-
menn launþegasamtakanna, á efnahags-
vandanum voru því þýðingarmeiri nú en
oft áður. Hins vegar brá svo við að þessu
sinni, að sjónarmið atvinnurekenda voru
svo yfirgnæfandi í efnahagsumræðunni,
að segja má að þeir hafi setið einir að því
að skýrgreina efnahagsvandann fyrir al-
þjóð. Gagnrýnisraddir úr fylkingu laun-
þega heyrðust varla. Við ríkjandi aðstæð-
ur er að sumu leyti hægt að skilja hógværð
Alþýðubandalagsins í þessum efnum. Það
er ávallt hæpið fyrir verkalýðssinnaðan
stjórnmálaflokk að ganga skrefi framar í
kjarabaráttunni en samtök launþega
sjálfra. Þetta á ekki hvað síst við, þegar
viðkomandi flokkur býr við jafnþrönga
stöðu í ríkisstjórn og Alþýðubandalagið
á þessu ári og raunar enn. Hina þunnu
þögn launþegasamtakanna um ástandið
og hið algera gagnrýnisleysi ríkisfjölmiðl-
anna á málflutning atvinnurekenda og
opinberra efnahagsstofnana er hins vegar
erfiðara að afsaka. Ekki er ósennilegt að
það megi rekja til hins nánast algera
skorts á skipulegri gagnrýni, að efnahags-
stofnanir þjóðarinnar þóttust að þessu
sinni þess umkomnar að teygja reiknifor-
sendur sínar út á, og jafnvel út fyrir, ystu
nöf þess, sem verjanlegt er, í því skyni að
styrkja hagsmuni atvinnurekenda.
3. Ályktanir
Helstu atriði þeirrar atburðarásar, sem
að framan hefur verið rakin, eru sem hér
segir:
Launþegar hafa átt undir högg að sækja
allar götur síðan 1974. Allt þetta tímabil
hefur atvinnurekendavaldið í landinu
beitt þá tangarsókn stöðnunar þjóðar-
tekna á vinnandi mann annars vegar og
löggjafar um kaupmáttarskerðingu hins
vegar. Þrátt fyrir fall hægri stjórnarinnar
og töluverðar stjórnmálasviptingar í fram-
haldi af því, hafa ekki orðið veruleg
þáttaskil í þessu ferli. Ólafslögin 1979 og
efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar frá í á-
gúst sl. eru skýr áminning um, að horn-
steinninn í efnahagsstefnu viðreisnarinn-
ar og ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar
er enn í fullu gildi.
Mikilvægustu ástæðuna fyrir því, að
ekki hefur tekist að knýja fram nýja
stefnu í kjaramálum á undanförnum fjór-
um árum, tel ég vera þá, að efnahagskenn-
ingar klæðskerasaumaðar á hagsmuni at-
vinnurekenda hafa orðið ríkjandi í við-
horfum launþega til efnahagslífsins. Þetta
er engin tilviljun. Síðan viðreisnarstjórn-
in féll fyrir rúmum áratug og formleg tök
atvinnurekenda á stjórnmálastofnunum
þjóðarinnar linuðust þar með, hafa at-
vinnurekendur lagt ofurkapp á að verja
hagsmuni sína með því að móta sjónar-
mið þeirra, sem með formlegu völdin
fara, þ.e. kjósenda og stjórnmálamanna
í umboði þeirra. Aðferð þeirra hefur öðru
fremur verið sú, að reka linnulausan
áróður fyrir því, að hagsmunir atvinnu-
rekstrarins séu jafnframt hagsmunir þjóð-
arheildarinnar. í þessu skyni hafa þeir í
ríkum mæli beitt fyrir sig sérfræðistofnun-
um í efnahagsmálum; bæði opinberum
stofnunum og sínum eigin, og látið þær
240