Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 1

Réttur - 01.01.1975, Page 1
léttur 58. árgangur 1 975— 1. hefti Gengislækkunin 12. febrúar er það óskammfeilnasta brask, raunverulegur stórþjófnaður, sem enn hefur verið framinn af íslenskri valdaklíku, — purk- unarlaust gróðabragð til þess að ræna almenning og hilma yfir og viðhalda því grútmorkna fjármálalífi og gerspilltu viðskiptaháttum, sem þrífast í skjóli pólitískrar samáþyrgðar Ihalds- og Framsóknarþroddanna. I þetta skipti var ekki einusinni hægt að fella gengið ,,fyrir útgerðina". Hún stendur jafnnær eftir. Það sem hún þurfti var að stungið væri á kýlinu: þurrkaðar þurt allar afæturnar, sem mergsjúga hana, og hrópa svo upp að nú sé hún að fara á hausinn og því verði að lækka gengið. Ríkisstjórnin er framkvæmdanefnd þessa þraskara- og afætu-lýðs. Með gengislækkuninni er fyrst og fremst verið að lækka kaup verkamanna, rýra skuldir og hækka í verði eignir atvinnurekenda. Jafnframt er þjóðinni íþyngt með hækkun erlendra skulda, sem alþýðan verður að þorga við versnandi lífsafkomu. Gagnvart verklýðshreyfingunni er hér beitt slíkum fruntaskap að fádæma er. Um leið og kaupgjaldið er lækkað er verðgildi verklýðssjóðanna miklu (atvinnuleysis- og lífeyrissjóða) rýrt sem samsvarar því, ef þeir sjóðir eru lagðir saman að 3500 miljónum væri stolið — eða öllum atvinnuleysistrygg- ingasjóðnum. „Eftir högg á hægri vanga, hver vill bjóða vinstri kinn?“ spurði örn Arnarson forðum. Ríkisstjórnin sló verkalýðinn utan undir á hægri kinn í haust með 15% geng- islækkun, riftingu samninga og skipulagðri dýrtíðaraukningu. Verklýðssam- tökin tóku þessu með kristilegri þolinmæði og settust kurteislega að samn- ingsborði með ríkisstjórninni, er að ræningjahætti skildi kurteisina sem und- irgefni og uppgjöf og laust verklýðshreyfinguna vænum kinnhesti á vinstri kinn 12. febrúar: 20% gengislöekkun. Það var ekki staðið upp frá borðum. Það er látið skína í fleiri gengislækk- 1

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.