Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 37

Réttur - 01.01.1975, Side 37
Arnmundur Backman Nýsköpun sjávarútvegs í tíð vinstri stjórnar siðari LANDHELGISMÁLIÐ OG SJÁVARÚTVEGUR I. Sjálfsagt munu margir þeirrar skoðunar nú, að enn á ný hafi það verið landhelgis- málið, sem setti mestan svip á valdaskeið vinstri stjórnar í landinu. Utfærsla landhelg- innar í 50 mílur 1. september 1972 verður, er fram líða stundir, trúlega talin merkasta mál þessara ára. En baráttan fyrir rétti okkar yfir fiskimiðunum í kringum landið náði þá eyrum alheimsins og einhuga smáþjóð okkar skipaðist í forystusveit þeirra fjöl- mörgu þjóða, sem heyja baráttu fyrir yfir- ráðum yfir auðlindum sínum. Sú staðreynd blasir við, að sjónarnrð okkar Islendinga náðu almennri viðurkenningu á þessum árum. Eftirleikurinn ætti því að vera léttari nú, ef hugur fylgir máli. II. Það er auðvitað engin tilviljun, að stefna og árangur í landhelgismálinu eru tengd vinstri stjórnunum tveim. Þá er merk- ið reist af miklum eldmóði, eftir langvar- 37

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.