Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 69

Réttur - 01.01.1975, Síða 69
INNLEND n i VÍÐSJÁ ÁRÁS Á LÍFSKJÖRIN Á þeim tíma sem liðinn er frá því núver- andi ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins kom til valda hafa gerst at- burðir í efnahagsmálum sem afhjúpa innsta kjarna þessara flokka gjörsamlega. Verður framganga þeirra í efnahagsmálum nú nokk- uð rakin — með því að nefna fáeinar tölur: 1. ágúst, þegar ríkisstjórnin tók við var vísitala framfærslukostnaðar 295,8 stig. 1. febrúar sl. var vísitalan hins vegar 365 stig; hafði hækkað um 68,2 stig á valdatíma stjórnarflokkanna. Nú hafa verið ákveðnar nýjar verðhækkanir og ber þá fremst að nefna þær verðhækkanir sem stafa af geng- islækkuninni frá 12. febrúar. Er þar um að ræða um 7% verðhækkanir að meðaltali á öllum vörum, en um 25% hækkun á inn- flutningi, þar sem gengislækkunin var 20%. Að meðtöldum þeim verðhækkunum sem hljótast af gengislækkuninni hafa jaegar ákveðnar, og framkomnar hækkanir náð um 30% á aðeins fimm mánuðum eða um 6% á mánuði. Heimsmet! En á sama tíma og þessi verðhækkana- skriða hefur gengið yfir þjóðina hefur verið í gildi bann við vísitölubótum á kaup. Launamenn hafa því ekkert fengið upp í þessar gífurlegu verðhækkanir þar sem þriðju hverri krónu hefur verið stolið. 1. október fengust að vísu svokallaðar láglaunabætur, 3.500 kr. á mánuði, sem urðu 10% á lægstu launin, en þessar „bætur' komu aðeins á laun upp að 53.500 kr. Öll laun þar fyrir ofan eru án hverskonar vísitölubóta. Þetta þýðir: — að maður sem hafði 60 þúsund krónur 1. ágúst þyrfti nú að hafa 78.000 til þess að kaupa sömu lífsnauðsynjar og í ágúst. — að sá sem notaði 100.000 kr. 1. ágúst þyrfti nú 130.000 til þess að geta keypt sama magn lífsnauðsynja. — að sá sem hafði 35.000 1. ágúst þyrfti nú 45.500 kr. á mánuði til þess að kaupa sama magn lífsnauðsynja, en hann hefur að- eins 38.500 kr. Þeir fyrrnefndu — sem hafa 60.000 og 100.000 á mánuði hafa hins vegar enga hækkun fengið upp í verðhækkanirnar. Þó segir það sig sjálft að vöntun þessa síðast- nefnda — sem hafði 35.000 á mánuði 1. ágúst — er sárust. Þær miklu verðhækkanir sem hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum eiga að 54 hlutum rætur að rekja til þátta, sem ríkis- stjórnin sjálf fær ráðið við. Er það mjög and- stætt því sem gerðist á fyrri hluta sl. árs og á árinu 1973, þegar verðhækkanir stöfuðu fyrst og síðast af erlendum uppruna. Er nú — í ársbyrjun 1975 — almennt viðurkennt að verðbólguaukningunni sé lokið þó að verðbólgan haldi vafalaust áfram erlendis í svipuðum mæli og hún hefur gert, enn um nokkurt skeið. Sem fyrr segir hækkar allt verðlag frá valdatöku núverandi ríkisstjórnar um 30% en það er um 94 stig í k-vísitölu. Þessar verð- 69

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.