Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 69

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 69
INNLEND n i VÍÐSJÁ ÁRÁS Á LÍFSKJÖRIN Á þeim tíma sem liðinn er frá því núver- andi ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins kom til valda hafa gerst at- burðir í efnahagsmálum sem afhjúpa innsta kjarna þessara flokka gjörsamlega. Verður framganga þeirra í efnahagsmálum nú nokk- uð rakin — með því að nefna fáeinar tölur: 1. ágúst, þegar ríkisstjórnin tók við var vísitala framfærslukostnaðar 295,8 stig. 1. febrúar sl. var vísitalan hins vegar 365 stig; hafði hækkað um 68,2 stig á valdatíma stjórnarflokkanna. Nú hafa verið ákveðnar nýjar verðhækkanir og ber þá fremst að nefna þær verðhækkanir sem stafa af geng- islækkuninni frá 12. febrúar. Er þar um að ræða um 7% verðhækkanir að meðaltali á öllum vörum, en um 25% hækkun á inn- flutningi, þar sem gengislækkunin var 20%. Að meðtöldum þeim verðhækkunum sem hljótast af gengislækkuninni hafa jaegar ákveðnar, og framkomnar hækkanir náð um 30% á aðeins fimm mánuðum eða um 6% á mánuði. Heimsmet! En á sama tíma og þessi verðhækkana- skriða hefur gengið yfir þjóðina hefur verið í gildi bann við vísitölubótum á kaup. Launamenn hafa því ekkert fengið upp í þessar gífurlegu verðhækkanir þar sem þriðju hverri krónu hefur verið stolið. 1. október fengust að vísu svokallaðar láglaunabætur, 3.500 kr. á mánuði, sem urðu 10% á lægstu launin, en þessar „bætur' komu aðeins á laun upp að 53.500 kr. Öll laun þar fyrir ofan eru án hverskonar vísitölubóta. Þetta þýðir: — að maður sem hafði 60 þúsund krónur 1. ágúst þyrfti nú að hafa 78.000 til þess að kaupa sömu lífsnauðsynjar og í ágúst. — að sá sem notaði 100.000 kr. 1. ágúst þyrfti nú 130.000 til þess að geta keypt sama magn lífsnauðsynja. — að sá sem hafði 35.000 1. ágúst þyrfti nú 45.500 kr. á mánuði til þess að kaupa sama magn lífsnauðsynja, en hann hefur að- eins 38.500 kr. Þeir fyrrnefndu — sem hafa 60.000 og 100.000 á mánuði hafa hins vegar enga hækkun fengið upp í verðhækkanirnar. Þó segir það sig sjálft að vöntun þessa síðast- nefnda — sem hafði 35.000 á mánuði 1. ágúst — er sárust. Þær miklu verðhækkanir sem hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum eiga að 54 hlutum rætur að rekja til þátta, sem ríkis- stjórnin sjálf fær ráðið við. Er það mjög and- stætt því sem gerðist á fyrri hluta sl. árs og á árinu 1973, þegar verðhækkanir stöfuðu fyrst og síðast af erlendum uppruna. Er nú — í ársbyrjun 1975 — almennt viðurkennt að verðbólguaukningunni sé lokið þó að verðbólgan haldi vafalaust áfram erlendis í svipuðum mæli og hún hefur gert, enn um nokkurt skeið. Sem fyrr segir hækkar allt verðlag frá valdatöku núverandi ríkisstjórnar um 30% en það er um 94 stig í k-vísitölu. Þessar verð- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.