Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 7
„Sparsemin" — það er orðið að kunna að
rkulda sem mest og láta aðra — almenning
— spara.
„Ráðdeildin" — það er að safna í offorsi
erlendum skuldum, til þess að viðhalda ó-
skerm braski „frjálsrar innflutningsverslun-
ar”, eyðslu og óráðsíu, — stefna að því að
setja landið á hausinn.
Slík er hnignun og niðurlæging þessarar
yfirstéttar og stjórnmálaforustu hennar, að
þegar hún reynir að herða sig upp í að verða
harðstjórn, — eins og með bráðabirgðalög-
unum um bann við verkföllum og gerðardóm
í verksmiðjudeilu 29. maí 1975, — þá hrekk-
ur hún í kút og leggur upp laupana við eitt
orð frá miðstjórn ASI.! Lágkúran er slík að
mönnum dettur helst í hug orð hnappasmiðs-
ins við Pétur Gaut:
„Þeir ósviknu brotsmenn þeir sjást í sögum,
en sjaldan í þjóðbraut nú á dögum. —
Að ösla í sorpi og saur eru brek;
til syndar þarf bæði alvöru og þrek.” .
I stað hörku harðstjórans er beitt lymsku
falsarans:, Gengi dollarans hefur verið hækk-
að frá því lágkúrustjórnin tók við .úr 98 króp-
um í 180, og gildi kaupsamnings er að engu
gert með verðhækkunum áður en átta vikur
eru liðnar frá samningi.
Það er rétt eins og ríkisstjórnin geri að
höfuðstefnu sinni háð það, er eitt sinn var
orðað svo í „revýu”: „Farið heilar, famn
dyggðir, fjandinn sjálfur hafi ykkur!”
Hvet er orsök þess að svo er komið? Hver
er undirrót skefjalausrar skuldasöfnunar og
algers stjórnleysis á atvinnulífinu? i
Orsökin er alrœði verslunarauðvaldsins
yfir efnahagslífi landsins: fyrir skurðgoð
„frjálsar verslunar" er verið að fórna fjár-
hagslegu sjálfstæði landsins.
Hvað tekur við, ef ekki er hundinn endi á
alrceði og glapræði verslunarvaldsins og
hvaða öfl geta hnekkt því valdi? ■*
Það kveður nú svo rammt að, að jafnvel
ábyrgir forustumenn atvinnurekenda eru
farnir að óttast áfleiðingar þessarar glap-
ræðisstefnu. Davíð Scheving Thorsteinsson,
formaður iðjuhöldanna, varaði nýlega'- við
hvert stefndi, enda augljóst að þessi stefna
heftir eða drepur íslenskan iðnað, einmitt
þegar þjóðinni er þörf á stóraukningu hans
til að tryggja fulla atvinnu í framtíðinni.
Og sjálfur formaður Vinnuveitendasambands-
ins, Jón Bergs, lét í ljós ótta við hvað af
skuldasöfnuninni leiddi. Það er nýtt að heyra
slík ábyrg varnaðarorð úr þessum herbúðum
og táknrænt fyrir andlega niðurlægingu
stjórnmálaflokka borgarastéttarinnar að slík
orð skuli ekki koma beint frá þeim, heldur
úr samtökum atvinnurekenda.
■Tvisvar í sögu íslenskrar borgarastéttar
hafa bestu menn henrvar sýnt ábyrgðartil-
finningu, er voði steðjaði að sjálfstceði ís-
lensks efnahagslífs eða hcetta var á að sleppt
yrði sögulegu tcekifceri, er ekki-kcemi aftur:
Það var 1923 er Jón Þorláksson ásamt Bjama
frá Vogi og Guðmundi Björnssyni landlækni
hindraði að flestallir fossar Islands yrðu út-
lendu auðvaldi að bráð og 1944 er Olafur
Thors tók upp samstarfið við Sósíalistaflokk-
inn um nýsköpun atvinnulífsins (og batt enda
á utanþingsstjórn verslunarvaldsins og ame-
ríkuagentanna, — „Coca-cola-stjórnina). —
En það eru lítil líkindi• til slíks' nú. Og
hvað um Framsókn, ef risið yrði upp gegn
glapræði verslunarvaldsins í Ihaldinu? Þess
væri' að vænta að hugsjónir samvinnustefn-
unnar og hagsmunir bænda og millistétta-
fólks myndu þá höggva á'braskböndin, sem
tengt hafa forstjórávaldið í SIS við heildsala
Reykjavíkur, og flekað bændasamtökin inn
í Vinnuveitendas’ambandið íslenskri bænda-
71