Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 13

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 13
ÖRBIRGÐ Það er hringt til messu. Klukknahljómurinn berst út í vorkyrðina, magnþrunginn og laðandi Ijúfur. Hann snert- ir sálir mannanna eins og dularfull kveðja frá ósýnilegum heimi. Old eftir öld hcfir guð talað til mannanna gegnum klukkna- hljóminn. „Komið þið, komið þið", segir klukkna- hljómurinn. „Gleymið auði, gleymið skorti, gleymið úlfúð, gleymið hroka. Komið systur, komið bræður. Allir jafnir, allir jafnir." Og messugestirnir þyrpast að kirkjudyrun- um. Gamlir og ungir, ríkir og fátækir. Það er engin stéttaskipting í hópnum. Mennirnir eru að ganga fram fyrir drottinn allsherjar með gleði sína og vonir, sorgir og áhyggjur, bænir og þrár. Þetta er fermingardagur margra barna. A skammri stundu fyllist kirkjan. Hvert einasta sæti er skipað. Organleikarinn byrjar forspilið, ysinn þagnar og andlitin fá helgi- dagssvip. „Hærra minn guð til þín", hljómar frá vörum söngsveitarinnar. Hjörtun slá hraðar. Eldmóðurinn, sem lagði þennan dýrlega óð á tungu höfundarins, grípur hugi manna. „Enda þótt öll sé kross, upphefðin mín", bergmálar í mörgum sálum og sterkar hrifn- ingaröldur fylla kirkjuna meðan sálmurinn er sunginn. Fáir veita eftirtekt þeim sem enn eru að koma. Þeir fara hægt og hljóðlega og hnipra sig út í hornin til þess að trufla ekki. Þá gengur kona inn með sætaröðinni. Hún gengur hratt og nemur hvergi staðar. Mörg- um verður starsýnt á hana. Hún er svo tötralega búin, að það stingur í stúf við fötin á flestum eða öllum, sem þarna eru. Og það er svo mikið fát á svip hennar og hreyfingum, að mönnum verður ósjálfrátt að fylgja henni með augunum, þar sem hún reikar fram og aftur. Hún er ef til vill að svipast eftir sæti, en enginn stendur upp til að bjóða henni að setjast. Það vita líklega fæstir þarna, að hún hefir gengið all-langa leið til kirkjunnar og sjálfsagt verið búin að starfa eitthvað um morguninn áður en hún lagði af stað. Tillit sumra er líkt eins og þeir vildu segja: „Hvaða erindi skyldi þessi ræfill eiga í kirkju". Allt útlit hennar er í skerandi ósamræmi við um- hverfið þarna, og þess vegna vekur nærvera hennar óþægindi og sársaukablandna gremju. Skyldi hún hafa hugmynd um það? Augu hennar fyllast af tárum. Varirnar titra og kjökurdrættir koma kringum munninn. Hún snýr hratt til dyra og hverfur út úr kirkj- unni. Enginn aftrar því. Þetta er hrepps- ómagi, vanstillt og óþjál í skapi. Hefir lengst af ævinnar verið notuð til að gegna skarn- verkum fyrir sama sem ekkert kaup. Enginn gat verið að hugsa um hvað af henni Sveitar-Gunnu varð. Messugerðin held- ur áfram til enda. Svo byrja heillaóskir, hlý handtök, ástúðleg orð, fögnuður og bros. Fólkið fer að streyma út, út í sólskinið til að tala við vini og kunningja, eða týgja sig til heimferðar. Það er þægilegt að anda að sér blessuðu vorloftinu ómenguðu, eftir hitasvækjuna inni. Mönnum líður vel í meðvimndinni um það, að hafa tekið þátt í helgri athöfn og notið blessunar hennar. Þeir finna sig léttari og glaðari eins og sál þeirra hefði baðað sig í endurnærandi laug. Kirkjan tæmdist á fáeinum mínútum. En í einu horni kirkjunnar stendur Sveitar- Gunna í fátæklegu fömnum sínum. Hún heldur vasaklút fyrir andlitinu og grætur með 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.