Réttur


Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 19

Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 19
heiður skilið fyrir hjálp hans við og skilning á Theodóri, ritaði nm hann grein í „Helga- fell 1945. Rit Theodórs eru þessi: „Utan frá sjó" 1908. „Brot. Sögur nr íslensku þjóðlífi" 1916. „Útlagar" 1922. „Lokadagur” 1926. „Líf og blóð" 1928. „Hákarlalegur og há- karlamenn" 1933- „Mistur. Lokadagur II" 1936. „í verum I—11" 1941. „Ofan jarðar og neðan” 1944. „Tvær sögur” 1945. „Jón skósmiður” 1946. „Náttfari” 1960. „Réttur” hefur nú fengið leyfi Ólafs Jóh. Sigurðssonar til að birta grein þá, er Ólafur skrifaði um Theodór við andlát hans og birt- ist þá í „Þjóðviljanum":} Þegar ég var þingsveinn haustið 1934, heyrði ég merkilega ræðu, sem ég man enn í dag. Ræðu þessa flutti ekki alþingismaður, heldur pallvörður. Sunnudag einn var ég að rölta um gang- inn fyrir framan neðri deild og hafði ekkert sérstakt fyrir stafni. Húsið var eins og autt leiksvið, engir þjóðskörungar á ferli, hvergi skammir né háreysti, kyrrð og friður í öllum sölum. Þá gekk skyndilega maður á sextugs- aldri inn á þetta leiksvið og raulaði fyrir munni sér gamla stöku. Hann tók mig tali eins og stundum áður, spurði mig tíðinda austan úr Arnessýslu, en fór síðan að segja mér sögur af fólki sem hann hafði kynnst, lýsa þorpum og sveitum, þar sem hann hafði dvalist, skýra mér frá ýmislegu markverðu, sem fyrir hann hafði borið á langri vegferð. Frásögn hans var svo sönn og hrífandi, en jafnframt þrungin svo annarlegri kyngi að ég gleymdi smnd og stað. Mér virtist Al- þingishúsið hafa hamskipti í sífellu. Stundum var það lítil eyja, þar sem allt skorti nema fátækt og harðrétti, stundum bátskel á úfn- um sjó, stundum veigalítið hákarlaskip í blindhríð og vetrarmyrkri norður í Ishafi, stundum slorkös í verstöð, stundum svellfreð- inn torfbær í óbyggðum, smndum hafís, fjallgarður, heiði, vatnsfall, brimlending. Fram á þessi hrikalegu svið þyrpmst án af- láts sérkennilegar hetjur, drengilegar á svip, hugrakkar, einbeittar og afrenndar að afli. I stað silfurdósá, vindils og sjálfblekungs héldu þær á hákarlaskálm, flamingsbreddu, bjóði, orfi, hrífu, reku og kvísl. Þær voru sjaldnast prúðbúnar, áttu ekki í neinum veru- legum iildeildum hverjar við aðra, báru lítið skyn á stjórnmál, höfðu aldrei stigið fæti sínum inn í raflýsta sali og kunnu ekki þá íþrótt að flytja blaðalaust langa ræðu um ekki neitt. Stutt og kjarngóð tilsvör þeirra gám hinsvegar leiftrað af mannviti og falið að baki sér eftirminnilega sögu, sem bar af margri lærðri stofuræðu eins og gull af eiri. Hér var sem sé alþýða landsins komin á vett- vang. Undir þungskýjuðum himni háði hún harða og þrotlausa baráttu fyrir frumstæðusm lífsnauðsynjum sínum, einatt háskalegri en nútímastyrjöld og ávallt óvænlegri til hagn- aðar. Lengi dags hlýddi ég gagntekinn á frá- sagnir pallvarðarins. Smndum horfði ég á hann undrandi og ætlaði naumast að trúa því, að hann hefði sjálfur staðið í þessu geigvænlega stríði frá blaum barnsbeini og einlægt verið þar, sem bardaginn var harð- astur og eftirtekjan rýrust. Hitt fannst mér ennþá ótrúlegra, að hann skyldi hafa skrifað margar bækur, þrátt fyrir stöðuga örbirgð og vægðarlausan þrældóm. Eg mæltist til þess, að hann byði mér heim til sín og sýndi mér þessar bækur. Það var auðsótt. Um kvöldið sá ég þær allar í herbergi hans uppi á lofti í Þingholtsstræti 28. Þær voru þá orðnar sjö talsins, en frumdrög að þeirri átmndu lágu á borði hans. Pallvörðurinn var Theódór Friðriksson. Rithöfundarferill Theódórs er mikil og 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.