Réttur - 01.04.1976, Síða 20
furðuleg hetjusaga. Hann ólst upp í sárustu
fátækt, naut því nær engrar tilsagnar í
bernsku, komst ekki í nein kynni við bók-
menntir þjóðar sinnar, meðan hann var á
léttasta skeiði, nam aldrei erlend tungumál
og gat ekki um frjálst höfuð strokið, fyrr
er hann var kominn hátt á sjötugsaldur. Hann
var blásnauður alla ævi, þrælaði myrkranna
á milli á sjó og landi, en bar þó svo lítinn
hlut frá borði, að þrátt fyrir reglusemi og
sparnað gat hann naumast framfleytt sjálfum
sér og fjölskyldu sinni. Kjör hans og þroska-
skilyrði er til dæmis ekki hægt að bera sam-
an við aðstæður hinna ágætu sýslunga hans,
Þorgils gjallanda, Guðmundar Friðjónssonar,
Sigurjóns Friðjónssonar, Indriða á Fjalli og
Huldu. Engu að síður varð Theódór bæði af-
kastamikill og merkur rithöfundur. Ut hafa
komið tólf bækur, en tvær þeirra, ævisaga
hans I verum og framhald hennar Ojan jarð-
ar og neðan, munu ávallt skipa sérstæðan og
virðulegan sess í íslenskum bókmenntum.
Sum skáldrit hans, svo sem Brot og Tvœr
sögur, bera einnig vitni um mikla hæfileika,
þótt augljóst sé, að höfundur þeirra mundi
hafa gert betur, ef hann hefði getað aflað
sér menntunar á unga aldri og fengið síðan
að njóta sín. Þeir vita það best, sem hlustuðu
á Theódór þegar honum tókst upp, að hann
var gæddur einstæðri frásagnargáfu. En jafn-
skjótt og hann tók sér penna í hönd galt
hann ævikjara sinna, stríðs og slits, svo að
raunverulega kom aðeins fram lítið brot af
því, sem í honum bjó.
Þess ber að geta, að ýmsir góðir menn
veittu Theódóri drengilegan stuðning á hinni
örðugu rithöfundarbraut hans og má þar
helst nefna síra Jónas Jónasson frá Hrafna-
gili, Sigurð Nordal og Arnór Sigurjónsson.
En þjóðfélagið launaði honum aldrei að verð-
leikum. Jafnvel eftir að hann skrifaði ævi-
sögu sína / verum, einhverja merkustu bók,
sem birst hefur á ísleasku á síðustu áratugum,
varð hann að stunda klakahögg hér í höfuð-
staðnum og aðra því líka erfiðisvinnu til þess
að geta dregið fram lífið og þurfa ekki að
vera upp á aðra kominn. Síðustu fimm árin
reyndist honum þó kleift að sinna einvörð-
ungu hugðarefnum sínum. Og hann sat þá
ekki auðum höndum fremur en endra nær.
Hann gerði mörgum yngri mönnum skömm
til, því að hann lagði slíkt kapp á að mennta
sig, að tvítugur fullhugi hefði naumast geng-
ið þar vasklegar að verki. Hann viðaði að
sér margskonar fróðleik, skrifaði alla daga
og las fram á nætur. Þegar heilsa hans bilaði
skyndilega í desembermánuði sl., hafði hann
tvær bækur í smíðum, sagnir af einkennilegu
fólki og langa skáldsögu. Hann lést á sjúkra-
húsi Hvítabandsins fimmtudaginn 8. apríl
eftir þriggja mánaða legu. Nokkrum dögum
áður en hann dó, reyndi hann að gera mér
skiljanlegt veikur og lamaður, að nú þyrfti
hann að fara að hrista af sér slenið og komast
á fætur til þess að ljúka við skáldsöguna, en
auk þess hefði hann í hyggju að ferðast um
landið í sumar, meðal ánnars til Þingvalla.
Hann var því ekki saddur lífdaga, þegar hann
féll frá, þótt hann væri kominn á áttræðis-
aldur og hefði löngum staðið í því stríði, sem
bugað hefði sérhvern miðlungs mann innan
við fimmtugt.
Eins og áður er sagt, bar fundum okkar
Theódórs fyrst saman í Alþingishúsinu haust-
ið 1934. Við urðum þá þegar góðir kunningj-
ar, en síðar vinir. Mér fannst hann alltaf hafa
frá einhverju merkilegu að segja, það sindr-
aði af honum lífsþrótturinn og glaðværðin,
þrátt fyrir allar þær raunir, sem hann hafði
orðið að þola og oft var hann svo skemmti-
legur, að unun var að vera í návist hans. En
kærastur varð hann mér fyrir sakir mann-
kosta sinna, hjartahlýju og ljúfmennsku. Þess-
vegna mun ég sakna hans, meðan ég lifi.
84