Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 21

Réttur - 01.04.1976, Page 21
Svavar Gestsson ÞAÐ ER KRAFIST SÓSlALlSKRA ÚRRÆÐA Á fyrri hluta viðreisnaráranna 1960—1967 var mönnum tamt að tala mikið um „velferðarþjóðfé- lag". Við trúðum sumir þessu orði á þann veginn að við veltum fyrir okkur hvernig ætti að haga stjórnlist flokksins og verkalýðshreyfingarinnar I þessu merka þjóðfélagi. Það er ekki of mikið sagt, að við höfum haft litla trú á því að við næðum eyrum velferðarþjóðfélagsins með gömlu aðferðunum okkar. En svo fór hér sem annars staðar í auðvaldsheiminum að þessi goðsögn hrundi til grunna, hér þó fyrr en annars staðar vegna þess að grundvöllur velferðarþjóðfélagsins var fremur síldartorfa en venjulegur arðránsstuðull auðvaldsþjóðfélagsins. Á hinum fyrri árum við- reisnarstjórnarinnar barst „velferðin" fólkinu í vaxandi vinnuþrældómi því að kaupmætti launanna var haldið niðri. Kvað svo rammt að vinnuþræl- dómi þessara ára að við fluttum tillögur og frum- vörp gegn vinnuþrældómnum, ma. þrælkun þarna, sem stundum ultu út af sofandi í tunnustæðunni eða saltbingnum eftir 10—12 tíma vinnudag. Sildin er duttlungafull skepna, sagði Bjarni Bene- diktsson vísum svip. Síldin þvarr í sjónum og þeim válegu tiðindum svaraði ríkisstjórn Bjarna Bene- diktsonar með því að herða um allan helming róð- urinn fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Við- reisnarstjórnin hafði þá vantrú á íslenskri forsjá að henni kom aldrei til hugar að efla innlendan at- 85

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.