Réttur


Réttur - 01.04.1976, Síða 25

Réttur - 01.04.1976, Síða 25
I þriðja lagi þarf aS tryggja með ráðstöfunum í skattamálum að atvinnureksturinn beri skatta ekki síður en aðrir þættir þjóðfélagsins. I þessum efnum hefur Alþýðubandalagið flutt skýrar tillögur á al- þingi. Þær hafa vakið athygli vegna þess hversu einfaldar og Ijósar þær eru og þyrfti flokkurinn að flytja einmitt slíkar tillögur í fleiri málaflokkum. I fjórða lagi þarf að undirbúa efnahagslegar að- gerðir vegna hinna breyttu viðhorfa i sjávarútvegs- málum. Svarta skýrslan markar þáttaskil; hún krefst þess að íslendingar taki upp fiskræktarbúskap í stað þeirrar veiðihyggju sem oft hefur einkennt sjávarútvegsmál okkar. Samkvæmt svörtu skýrslunni eru fiskistofnar okkar í hættu, allir botnfiskstofnar að minnsta kosti. Þessi skýrsla hrópar því á virka heildarstjórn í sjávarútveginum og þar með kallar hún í raun- inni á okkar viðhorf, sósíalísk úrræði í sjávarút- vegsmálum. Svarta skýrslan setur á blað fyrri kröfur ís- lenskra sósíalista í Alþýðuflokknum og Kommún- istaflokknum fyrir 40—50 árum um heildarstjórn á sjávarútveginum. Það dugir ekkert minna ef sjáv- arútvegurinn á ekki að bresta að einhverju eða öllu leyti sem atvinnugrundvöllur landsmanna. Þessi al- hliða stjórnun sem ég er hér að tala um þarf að ná til allra þátta veiða og vinnslu, hvar er veitt, hve mikið er veitt, hverjir veiða, hvar aflinn er lagð- ur upp, hvernig hann er verkaður, hverjir flytja hann út og síðast en ekki síst hverjir ráðstafa verðmæt- unum. Vissulega geri ég mér Ijóst að svo róttækar tillögur I sjávarútvegsmálum myndu mæta veru- legri andstöðu hér á landi. Tam. yrði því borið við að með þessum aðferðum væri verið að auka skriffinnskuna. Það er rétt að skriffinnska, en þó öllu heldur bein afskipti hins opinbera ykjust veru- lega. En þó yrði sú skriffinnska aldrei meiri en samanlagt skrifstofubákn einkaútgerðarinnar þar sem ein auðmannafjölskylda með venslamönnum í þriðja lið lifir í vellystingum praktuglega á nær hverju bátskrífli sem gert er út frá íslandi. I fimmta lagi og í beinu framhaldi svörtu skýrsl- unnar og einnig þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað um kjara- og efnahagsmál þurfum við að gera Ijósa grein fyrir stefnu okkar í orku- og iðnaðar- málum. Orkuskorturinn erlendis mun leiða af sér vaxandi ásókn í ónýttar orkulindir íslendinga og vafalaust getur hið erlenda fjármagn fundið sér þæga hand- langara innanlands. Nú hefur spurst að þessi á- sókn útlendinga hafi aukist að undanförnu og alveg nýlega leituðu arabar eftir því að fá að setja á stofn hér á landi oliuhreinsunarstöð. Hreinsuðu olíuna á síðan að flytja héðan til Bandaríkjanna. Ekki vantar að gylliboðin fylgi þessari málaleitan, ma. um það að íslendingar geti fengið olíuna á kostnaðarverði eða að minnsta kosti helmingi lægri en hún er hér nú og ekki aðeins til notkun- ar heldur til hverskonar olíuiðnaðar. Þessi mála- leitan er ekki sist tilkomin vegna þess að sterk stjórnmálaöfl hafa áhuga á því að losa okkur við viðskiptin við Sovétrikin en við það bætist sú stað- reynd að erlendis er sívaxandi andstaða við þá mengun og náttúruspjöll sem fylgja slíkum iðnaði og því er sótt hingað. Ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa þegar mikinn áhuga á þessari hreinsunar- stöð. Við skulum gera okkur það alveg Ijóst að þeir munu eiga auðveldara með að vinna óþjóðlegri atvinnumálastefnu sinni fylgi ef sjávarútvegurinn brestur að einhverju, þó ekki væri nema að örlitlu leyti. Og þá er það okkar að sporna við. Verð- um við nægilega fljótir að setja fram stefnu sem annars vegar sýnir Ijóslega hverjir eru möguleikar islensks iðnaðar og hins vegar hvernig á að glíma við erlendt fjármagn, þá getum við fengið rönd við reist — annars ekki. Ég hef nú rakið nokkur atriði sem ég tel að við þurfum að taka til sérstakrar meðferðar í flokknum ef innlegg okkar í umræðurnar um efnahagsmál og kjaramál á að verða þannig að við sýnum þjóð- inni fram á hvernig hægt er að leysa fram úr vandamálunum. Við megum ekki láta okkur nægja að hrópa kauphækkanir gegn kaupskerðingu, við verðum að sýna hvernig á að bregðast við, hvern- ig á að hækka kaupið í raun og veru og hvernig á að bregðast við þeim válegu tiðindum sem sú svarta skýrsla flytur okkur. Ég legg á það áherslu að þjóðin er opin fyrir rót- tækum tillögum nú, svipuðum þeim sem ég hef hér rakið. Fyrir það skulum við meðal annars þakka núverandi ríkisstjórn. Fyrri stefna okkar islenskra sósialista í atvinnu- málum hefur fyrst tekið mið af því að efla efna- hagslegan grundvöll sjálfstæðis þjóðarinnar. Sú nýja stefna sem ég hef gert að umtalsefni annars vegar í sjávarútveginum og hins vegar í iðnað- inum er byggð á sömu meginforsendu, því við skulum gera okkur það alveg Ijóst að sjálfstætt atvinnulif og efnahagur er forsenda alls, án þeirr- 89

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.