Réttur - 01.04.1976, Síða 28
er eitt íslenskra stjórnmálaflokka í sókn um þessar
mundir. Aðrir flokkar ýmist hjakka í sama farinu
eða eru dæmdir til fylgistaps. Þessi sóknarstaða
Alþýðubandalagsins færir því hins vegar auknar
skyldur; í næstu kosningum þarf Alþýðubandalagið
að verða enn stærra að fylgi en nú er. En það
þarf sterk bein til að þola meðlætið og þess vegna
verður flokkurinn að svara hinum miklu möguleik-
um sínum með því að gera tillögur um nýja stjórnun
þjóðfélagsins, tillögur sem íslenskt launafólk, yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinnar, er áreiðanlega
reiðubúinn til þess að styðja.
En flokki íslenskra sósíalista er ekki nóg að
hafa tillögur til úrlausnar, honum er ekki nóg að
auka fylgi sitt, hann þarf að hafa félagslegan styrk,
sem er enn meiri en fylgið segir til um og þann
styrk getur flokkurinn því aðeins öðlast að hann
efli að miklum mun styrk sinni og starf í verkalýðs-
hreyfingunni. Það verður að viðurkennast að innan
verkalýðshreyfingarinnar hefur flokkurinn ekki eflst
á síðustu árum. Hann stendur þar enn á gömlum
grunni Sósíalistaflokksins. Hér þarf að verða breyt-
ing á, ekki aðeins til þess að tryggja að sósíalistar
haldi því sem náðst hefur áður, heldur einnig til
þess að nema ný lönd.
Flokkur sósialista sem ekki starfar vel að verka-
lýðsmálum rís ekki undir nafni, flokkur sósíalista
sem ekki hefur jafnan að leiðarljósi lögmál stétta-
baráttunnar er ekki lengur sósíalískur flokkur.
Hann er rekald i úfnum sjó stéttaátakanna, sem
allt eins getur borið á land í verstöð stéttaóvin-
arins.
Nú eru framundan miklar sviptingar í íslenskum
stjórnmálum. Enginn veit, síst ráðherrarnir sjálfir,
hversu langlíf hún verður ríkisstjórn hægriaflanna.
I haust er Alþýðusambandsþing og á miklu veltur
að vel takist til þar um skipan forustu og um til-
lögumótun. Á ASl þingi í haust þarf að setja
fulltrúa afturhaldsflokkanna — sem kallaðir voru
,,hvítliðar" í síðasta hefti Réttar — út úr áhrifa-
mestu valdastöðum. Á þinginu þarf að samþykkja
pólitískar kröfur um það hvernig á að leysa úr
hinum þjóðfélagslegu vandamálum. Með slíkar til-
lögur að veganesti ættu sósíalískir flokkar að geta
unnið þá sigra sem nægt gætu til þess að koma
þeim í framkvæmd.
En jafnframt þessum tíðindum eru augljósar
framundan stórfelldar hættur fyrir sjálfstæði þjóð-
arinnar. Þær eru þegar merkjanlegar og hafa þegar
sumar hverjar verið nefndar í þessu greinarkorni.
Við að meta þessar hættur við pólitíska ákvarðana-
töku kann að verða nauðsynlegt að endurmeta fyrri
afstöðu og það kann að verða brýnt að rifa sig
upp úr einsýnum matsgerðum sjálfstæðismálanna.
Þær hættur sem nú steðja að eru efnahagslegar. En
þær eru einnig utanríkispólitiskar; ný viðhorf innan
Atlanshafsbandalagsins hljóta að gjörbreyta mati
okkar íslenskra sósíalista um leið og við verðum
að gera okkur ijóst að samhliða breytingum á
Atlanshafsbandalaginu eru hættur á því að Banda-
ríkin læsi klónum enn fastar um okkur íslendinga en
áður. Nú á dögunum hefur Kissinger utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna lýst því yfir að NATO muni
ekki þola sósíalisma í NATO-rikjunum. Þessi blygð-
unarlausa hótun utanríkisráðherrans á að sjálf-
sögðu fyrst og fremst að beinast að Italiu, þar sem
kommúnistar bæta fylgi sitt dag frá degi, en þessi
hótun hlýtur einnig að koma rækilega við okkur
íslendinga. Við erum i þeim mun meiri hættu en
italir sem við erum nær bandaríska heimsveldinu.
Og hættan er sú að bandarikjastjórn vilji víggirða
sig með Islandi og Asóreyjum andspænis rauðri
Vestur-Evrópu.
Allt þetta krefst endurmats, ekki á stefnunni,
heldur á stjórnlistinni. Við það endurmat leggjum
við stéttabaráttu og lögmál hennar til grundvallar.
92