Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 36

Réttur - 01.04.1976, Page 36
til þess, að þeir sem efni höfðu, gátu birgt sig upp af vörum, jafnvel til margra ára. Þingsályktunin kom tvisvar til umræðu, en var síðan svæfð í nefnd. í upphafi þings haustið 1948 tekur Katrín mélið upp að nýju. Þá hafði skömmtunin staðið í eitt ár og nokkur reynsla fengist. Hún flytur ásamt Arn- finni Jónssyni og Ásmundi Sigurðssyni þingsálykt- unartillögu um skipan nefndar til að gera tillögur um endurbætur á fyrirkomulagi um vöruskömmtun, innflutning og dreifingu skömmtunarvara o. fl. (Sþ. 30/1948). Tillagan gerði ráð fyrir að nefndin yrði skipuð fulltrúum frá Alþýðusambandi Islands, sam- tökum kvenna og stéttarfélagi bænda. I greinar- gerð tillögunnar kemur fram mikil gagnrýni á skömmtunarkerfið og framkvæmd þess. Katrín hafði framsögu fyrir tillögunni og talaði af mikilli þekk- ingu á högum þess fólks, sem skömmtunin bitnaði harðast á, þess fólks, sem lítið átti, þegar skömmt- unin hófst. I ræðu sinni segir hún m.a. (Alþ. 1948/D 370): .......Það er því miður satt, að fátæklingar eru dæmalausir klaufar við að birgja sig upp af vörum og öðrum þessa heims gæðum . . . margt, er siðar hefir fram komið, virðist benda í þá átt . . . að ríkisvaldið hafi einmitt minnst þessa lýðs og verið ósárt um, þó að þess sæist einhver merki, hverjir eru fínir menn og hverjir ekki. Og hafi þessi verið tilætlunin, verður ekki annað sagt, en hún sé vel á veg komin að marki. Það er þegar orðinn meiri mannamunur, að því er klæðnað snertir, en verið hefir síðan á dögum þjóðstjórnarinnar eldri, svo sáralitlar voru birgðir margra, að þeir þoldu ekki eins árs ráðsmennsku fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins á islandi, án þess að láta á sjá . . ." Eitthvað mun viðskiptaráðherra hafa kveinkað sér undan orðum hennar, því seinna I umræðunum beinir hún orðum sínum til hans, hvetur hann til þess að taka sér ferð á hendur á vit almennings og segir:.......Hæstvirtur ráðherra mundi kom- ast að raun um að klæðlitið fólk, sem skortir ýmsar sínar lífsnauðsynjar, er enn kjarnyrtara og hispurslausara en ég var I minni framsöguræðu . ..“ Málið fór til nefndar og kom þaðan ekki fyrr en komið var fram í desember. Þá taldi Katrín, að of seint væri að kjósa nefnd til þess að gera til- lögur um endurbætur, þar eð reglugerðin átti að taka gildi um áramótin. í umræðum á Alþingi lagði Katrín ýmsum góðum málum lið. I umræðum um fjárlög 1947 minnir hún á listamannalaun til Gunnlaugs Blöndals, Gunnlaugs Schevings og Nínu Tryggvadóttur. Hún mælir gegn frumvarpi um bruggun áfengs öls og ræðir málið frá læknisfræðilegu sjónarmiði (Alþö 1949/B 1398) Hún vill að fæðingardeild Landsspítalans fái sér- stakan forstöðumann, en sé ekki ,, — undir stjórn forstöðumanns handlækningadeildar Landsspítal- ans." I umræðum um almannatryggingalögin 1948 vill hún herða á heilbrigðiseftirliti og láta ríkisstjórnina standa við gefin loforð um það, að lög um heilsu- gæslu taki gildi þegar í stað. I ræðu sinni segir hún m. a. (Alþ. 1948/B 1401): ...... Nú er enganvegin lítið úr því gerandi að hjálpa sjúkum mönnum og draga úr þjáningum þeirra, en hitt ætti að vera mikilvægara, að menn haldi heilsunni. Lokatakmarkið ætti að vera að skapa þau skilyrði að fólk geti verið heilbrigt, en því verður ekki til vegar komið að fullu nema I ríki sósíalismans. . ." Seinna I umræðunum um þetta sama frumvarp segir hún um gjald það, er gert var ráð fyrir að setja á þjónustu sérfræðinga, næturlækna og helgi- dagslækna (Alþ. 1948/B 1417): .......... En þeir segja það hæstvirtir alþingismenn, að það (gjald- ið) sé nauðsynlegur hemill svo fólkið sé ekki með of mikla rellu við læknana, en fólkið á að rella við læknana vegna þess að það eru læknarnir, sem eiga að skera úr um það, hvort eitthvað sé að heilsu manna, sem óttast beri . . .“ Á hinum sögufræga fundi Alþingis, 29. mars 1949, þegar allir gangar þinghússins voru þétt- skipaðir lögreglumönnum og lögregluvörðurinn við útidyr hússins var svo strangur, að við sjálft lá, að þingmönnum sjálfum væri meinaður aðgangur, þá hélt Katrín langa ræðu og talaði á móti inn- göngu Islands i Atlantshafsbandalagið. I upphafi ræðu sinnar sagði hún m.a. (Alþ. 1949/D 134): ......Island hefir verið, er og verður ávallt ævar- andi eign hins íslenska ættbálks, ættaróðal, sem ekki er hægt að farga, ekki er hægt að ráðstafa undan íslenskum yfirráðum. íslensku valdi, í hend- ur og umsjá annarrar kynkvíslar, annarra þjóða, annarra ríkisstjórna, það er staðreynd, sem enginn og ekkert fær um þokað meðan íslensk þjóð er enn I tölu lifenda og byggir þetta land . . . .“ Siðan rekur hún aðdraganda að samningamakki rikisstjórnarinnar við hernaðaryfirvöld Bandaríkj- 100

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.