Réttur


Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 38

Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 38
fremur en annarra á þeim vettvangi, en fundargerð- ir geyma allar framkomnar tillögur. Fyrsta tlllaga Katrínar fjallar um það, að skipa nefnd til þess að gera tillögu um staðsetningu listaverka í borgarlandinu og aðra fegrun borgar- innar. Fljótlega ber hún fram tillögu um það, að ráðinn verði lögreglulæknir „ — til þess að skoða þá menn, er lögreglan tekur á almannafæri svo komið verði í veg fyrir að þeir hljóti meðferð og aðbúnað, sem ekki hæfir heilsufari þeirra." (Fund. 5. okt. 1950). Seinna flytur hún ásamt öðrum kon- um í borgarstjórn tillögu um það, að þegar í stað verði ráðnar tvær lögreglukonur. Á hverju hausti flytur Katrín tillögur um það, að teknar verði upp mjólkurgjafir í barnaskólum borg- arinnar. Sennilega hefir hún þreyst á mótbárum meirihlutans, því haustið 1953, þegar hún flytur tillögu þessa I þriðja sinn, bætir hún við: „Bæjar- stjórn samþykkir að fela bæjarráði að kalla lækna barnaskólanna á sinn fund og spyrja þá beint út, hvort þeir telji skólabörnum heilsubót að fá pela af mjólk daglega I skólanum." (Fund. 1. okt. 1953). Fyrir hver jól ber Katrín fram tillögu um viðbót- argreiðslur til styrkþega og í jan. 1952 flytur hún svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn felur borgarlækni að framkvæma nú þegar rannsókn á heimilishögum þess fólks, sem býr í bröggum og skúrum innan bæjarlandsins, með það sérstaklega fyrir augum að ganga úr skugga um, hvort þeir, sem atvinnu- lausir eru, eiga þess nokkurn kost að sjá sér fyrir eldsneyti til upphitunar ibúða sinna. Jafnframt sam- þykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði að veita þeim atvinnuleysingjum, sem í þessum ibúðum búa, og að áliti borgarlæknis eru hjálparþurfi, nauðsynlega fjárhagsaðstoð til upphitunar íbúðanna." Vorið 1952 hvetur Katrín til þess, að gerðar verði ráðstafanir til að flýta afhendingu smáíbúðalóða svo hlutaðeigendur geti byrjað vinnu á lóðum sín- um hið allra fyrsta. Og síðasta tillaga hennar i bæjarstjórn, sem hún flytur ásamt Nönnu Ólafs- dóttur, hljóðar þannig (Fund. 5. nóv. 1953): „Bæj- arstjórn ákveður að láta fara fram allsherjar at- hugun á húsnæðisástandi í bænum með það fyrir augum að fá grundvöll fyrir heiIdartillögur um lausn húsnæðisvandamála bæjarbúa." FHér hafa nú verið rakin flest þau mál, sem Katrín Thoroddsen bar fram og talaði fyrir á Al- þingi og í borgarstjórn Reykjavíkur, þau ár, sem hún sat þar fyrir Sósíalistaflokkinn. Fróðlegt væri að rekja greinargerðir hennar og málflutning á Al- þingi miklu ítarlegar en hér er rúm fyrir. Ég hygg að betri lýsing á hugarfari og lífsviðhorfi Katrinar fáist vart annars staðar. Brennandi áhugi hennar fyrir að rétta hlut lítilmagnans. Fátækir, sjúkir og börn, það eru þeir þegnar þjóðfélagsins, sem hún ber fyrir brjósti. Við starf sitt kynntist hún kjörum alþýðunnar. „Ég fylgi íbúðunum", var haft eftir henni, og átti hún þá við það, að þegar fólkið flutti úr lélegum íbúðum í betri, þá batnaði heilsa þeirra, en þeir, sem fluttu inn i íbúðirnar, þeir þurftu á lækninum að halda og þar voru börnin veik. Þegar hún gefur kost á sér til starfa á opin- berum vettvangi, þá er það fyrst og fremst til þess að leggja lið baráttunni fyrir bættum kjörum þessa fólks. I nóv. 1975 Guðrún Gísladóttir. LÆKNIRINN OG BARNIÐ Við hjónin vorum svo lánsöm að Katrín Thor- oddsen var orðin starfandi barnalæknir hér í bæn- um, þegar börn okkar fæddust. Ég þekkti hana ekki persónulega þá, fór samt til hennar og bað hana að verða heimilislækni okk- ar. Tók hún því vel og rækti þá skyldu sina með afbrigðum vel eins og allt annað sem hún tók að sér að gera. I fari Katrínar Thoroddsen sameinaðist allt það besta sem maður getur óskað sér að finna hjá heimilislækni sínum. Hún var mikill og góður lækn- ir, mjög skyldurækin gagnvart sjúklingum sínum, væri mikið að taldi hún ekki eftir sér að koma á öllum tímum sólarhringsins. Hún var ákveðin og úrræðagóð, hún sagði manni vei til með alla með- ferð sjúklingsins sem þá urðu oftast að liggja í heimahúsum, skipanir hennar voru stuttar og snöggar, en alltaf ákveðnar, ekki sagðar með neinni tæpitungu, en maður fann skylduræknina og hjartahlýjuna út úr öllum hennar ráðleggingum og hlaut að gera sitt besta til að fara eftir þeim. Heimilið varð barnmargt, engar ónæmisaðgerðir komnar og hinir algengu barnasjúkdómar komu oft hart niður á slikum heimilum, hafði maður þvi mikið saman við sinn heimilislækni að sælda. Mér lærðist fljótt að þykja vænt um Katrínu og 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.