Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 41

Réttur - 01.04.1976, Page 41
sinnar Bandaríkjanna og þeirra þý sjá að vanda ekkert annað en útsendara Rússa á ferðinni, ef undirokuð þjóð eða stétt heyr frelsisbaráttu sína. Aður en rússneska bylt- ingin var gerð litu afturhaldsöfl heimsins á sósíalista sem útsendara djöfulsins, — nú hefur sá sami herra tekið sér bólfesti í Moskvu að þeirra áliti. Sjálfir stæra þeir sömu herrar sig af að vera útsendarar Krists og það því ákafar sem þeir blóta Mammon af meiri græðgi og fórna fleiri mannslífum fyrir skefjalausa auðsöfnun sína og ásælni. Alþýðulýðveldið Angola heldur nú inn á leiðina til sósíalisma, — sína eigin leið, því leiðirnar til þess „fyrirheitna lands" eru marg- ar og ólíkar, þó andstæðingunum gangi illa að skilja það. Marx reit strax 1850 að „kín- verski sósíalisminn" yrði mjög frábrugðinn þeim „evrópska", — og reynslan sýnir nú þegar hve ólíkar leiðirnar verða, líka innan Afríku. Angola er ríkt land með tæpum 6 miljónum íbúa, en 1.250.000 ferkílómetrar að stærð, eða stærra en Frakkland, Stóra-Bret- land og Spánn til samans. En ýms af þeim afríkulöndum, sem líka hafa lagt inn á leið til sósíalismans, eru með fátækustu löndum heims, svo sem Tansanía. Neto forseti er skáld og menntamaður, prestssonur. Það er engin tilviljun að margir foringjar frelsisbaráttunnar hafa sótt mennt- un sína til Evrópu, jafnvel miðstöðva ný- lendukúgaranna svo sem Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson forðum. Þar kynntust þeir hugsjónum þjóðfrelsis, lýðræðis og sósíal- isma og fluttu þær heim sem frelsiskyndil til kúgaðrar þjóðar sinnar. Steingrímur Thor- steinsson, Matthías og Þorsteinn Erlingsson kunnu sömu sögu að segja: En prófsteinn fyrir þessa ágætu baráttu- menn og frelsisforingja verður að kunna að samlaga þessar fornu hugsjónir aðstæðum lands síns. Og lönd Afríku eru flest frum- stæð. Ættasamfélag ríkir víða enn í mörgum þeirra, sumstaðar spillt og afskræmt af ný- lendukúgurunum, en hugmyndin um jöfnuð þess og samhjálp lifir í hugum fólksins og þær hugsjónir vilja forustumenn eins og Nyerere, forseti og leiðtogi Tansanía, leggja til grundvallar hinu nýja „jafnaðarþjóðfélagi" sínu: ,,Ujamaa-sósÍ3.Visminn' þýðir raunveru- lega: sósíalismi ættasamfélagsins. I löndurn eins og Angolu, Tansaníu, Mos- ambik, Kongo-alþýðulýðveldinu, Guineu og Guineu-Bissau eru þjóðfrelsisöfl alþýðu þeg- ar við völd og reyna flest að fara sínar — oft frumstæðu og erfiðu — leiðir til sósíalisma. I ýmsum fleiri löndum Afrílcu eru róttæk þjóðfrelsisöfl við völd, standa all harðvítug- lega gegn heimsvaldástefnu Evrópulanda og Bandaríkjanna, gera á vissum sviðum rót- tækar þjóðfélagslegar ráðstafanir, tala að vísu um sósíalisma eða eitthvað skylt og hafa oft ýmiskonar samninga við sósíalistísku löndin, sem veita þeim margskonar smðning, slík lönd eru t.d. Alsír, Somalía og fleiri. Um tíma töluðu og forustumenn Egypta- lands og fleiri landa um sósíalisma og gerðu ýmiskonar samninga um stuðning frá sósíal- ísku löndunum, en þegar á reyndi varð nýrík embættismannastétt ofan á þar, hélt við gömlu alþýðukúguninni og tók í æ ríkara mæli að snúa sér til gömlu auðvaldsland- anna. — Leið þjóðfrelsisbaráttunnar í Afríkulöndum verður því víða skrykkjótt, en liggur þó til sósíalisma með sívaxandi hraða. Old vor, tuttugasta öldin, er í æ ríkara mæli að verða öld sigursællar uppreisnar kúgaðra þjóða og undirokaðra stétta. SKÝRINGAR: Sjá í „Rétti" 1974: Isaac Deutscher: „Árið 2000", bl. 62. 2) Sjá í „Rétti" 1975: „Vonbjartasti sigur verald- arsögunnar og við" á bls. 83—88. 105

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.