Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 50

Réttur - 01.04.1976, Page 50
festingarstefnan verið miðuð við eitthvað fyrirfram skilgreint takmark, heldur hefur hún nánast ákvarðast eftir veðri og vindi. A veltiárum síldarinnar var óhemju fjár- magni veitt til uppbyggingar síldarverkunar- stöðva, sem urðu vitagagnslausar þegar loks- ins tókst að útrýma síldinni. Fiskverkunar- stöðvar risu sumstaðar eins og gorkúlur út um land, í sumum smærri stöðum fleiri en ein, vegna mismunandi eignaraðildar. Jafn- ræðishugsjónir kröfðust þess að Pémr fengi frystihús ef Páll fékk það. Það var síður um það spurt, hvort hægt væri að reka tiltekna stærð eða fjölda frystihúsa án ríkisstyrkja eða rangs fisksverðs. Svipuðu máli gilti síðar um endurnýjun togaraflotans. Það átti í upphafi að byggja milli 20 og 30 skuttogara en þeir urðu um eða yfir 60. Nú má endalaust færa fram bærileg rök fyrir því að þörj hafi verið fyrir alla þessa togara. Viðreisnarstjórnin hafði vanrækt at- vinnuuppbyggingu út um hinar dreifðu byggð.'r landsins, og það blasti við atvinnu- hrun og laundauðn ef ekkert væri að gert. Vandinn sem staðið var frammi fyrir var því ekki hvort smíða ætti togara, heldur hversu margir togarar, hversu dýrir og hversu fljótt. Margir eru þeirrar skoðunar að heildarflotinn sé of stór samanborðið við það fiskmagn sem er í sjónum kringum landið. Og það er víst að við gæmm ekki veitt sama magn og við gerum nú ef við fækkuðum togurunum. Færri togarar skila ekki sama aflamagni og flotinn gerir nú, því afkastagetan er hér ekki fullgildur mælikvarði. Hitt er ég sann- færður um að rekstrarlega séð væru færri skip og ögn minni afli þjóðhegslega hakvæm- ari en það ástand sem nú er, því vegna lélegrar nýtingar margra togaranna myndi fækkun þeirra hafa í för með sér mun meiri 114

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.