Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 55

Réttur - 01.04.1976, Page 55
Endalok hvítrar ógnar- stjórnar í Afríku? Eftir sigur þjóðfrelsisaflanna í Angóiu hefur slegið ótta á amerísku og ensku auð- hringana, sem eiga of fjár í námum og verksmiðjum Suður-Afríku og Rhodesíu. Þess- ir auðhringir hafa nú séð að hinar hvítu harðstjórnir í þessum löndum riða til falls. Þeir vilja nú reyna að bjarga fyrirtækjum sínum með því að knýja hvítu stjórnirnar til undanhalds í von um að geta síðar vingast við „þægar“ blökkumannastjórnir. Þessvegna var Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna látinn gerbreyta um stefnu og lýsa sig fylgjandi meirihlutastjórnum blökkumanna, þegar hann heimsótti nokkur afríkuriki í april sl. Peningavaldið skelfur af ótta Ensk fyrirtæki fjárfestu í Rhodesíu milli 200 og 300 miljónir sterlingspunda. I Suður-Afriku er fjár- festing þeirra meir en tveir miljarðar sterlings- punda. — Enska fjárfestingin í þessum tveim lönd- um er um helmingur erlendrar fjárfestingar þar. Á árinu 1968 fóru af greiðslum vegna fjárfestingar i Suður-Afriku 54% til Bretlands, 27% til Banda- ríkjanna og Kanada og 14% til Vestur-Evrópu. Það er vegna gífurlegrar fjárfestingar auðmanna þess- ara auðvaldslanda að rikisstjórnir þeirra hafa ekk- 119

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.