Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 57

Réttur - 01.04.1976, Page 57
Einar Karl Haraldsson: „Alþýðuvöld í frönskum fánalitum” Tuttugasta og annað flokksþing Kommúnistaflokks Frakklands var haldið í íþróttahöll L’Ile-Saint Denis, einni af útborgum Parísar, dagana 4.—8. febrúar á þessu ári. Sjaldan eða aldrei hefur flokksþingi franskra komm- únista verið veitt önnur eins athygli, bæði utan og innan Frakklands. Þingið markaði þáttaskil í sögu flokksins. A því var staðfest sú stefnubreyting sem verið hefur i gerjun innan flokksins allt frá því 1968. Verkefni þings- ins var að svara þessari grundvallarspurningu: „Que veulent les commúnistes pour la France?” (Hvað vilja kommúnistar fyrir Frakkland?). Niðurstaða þingsins var nákværn og skýr útlistun á „leið Frakklands til sósíalismans", eða réttara sagt, á því hvernig franskir kommúnistar telja að koma megi á sósí- alisma þar í landi. Og það slagorð sem mest var notað á þinginu til jsess að varða veginn fram á við hljóðaði svo: „Lýðræðisleiðin til sósíalismans undir franska fánanum." Það endurspeglar þjóðernisstefnu — og stolt franskra kommúnista um leið og það lýsir sannfæringu þeirra um að kommúnistar og sósíalistar geti sameiginlega og í krafti meirihlutafylgis í almennum þingkosningum stigið fyrstu ákveðnu skerfin í átt til sósíalismans. Þau skref muni 121

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.