Réttur - 01.04.1976, Page 58
vera afdrifarík, og opna augu vinnandi fólks
í Frakklandi fyrir því að það eitt sé þess
hagur, að haldið verði lengra á þessari braut.
FRANSKI KOMMÚNISTAFLOKKURINN
í DAG
Höfuðstöðvar franska kommúnistaflokks-
ins á Place du Colonel Fabian í 19- hverfi
Parísar minna á virki. Þetta er marglyft hús
byggt í hálfmána og gæti allt eins verið bæki-
stöð einhvers auðhringsins, svo nýtískulegt
sem það er í útliti. Það er ekki heiglum hent
að komast inn og ýmsar varúðarráðstafanir
eru viðhafðar áður en gestkomandi er hleypt
inn á skrifstofurnar. Þarna eru tii húsa skrif-
stofur sambandsstjórnar, miðstjórnar og
flokksformanns franska kommúnistaflokks-
ins, auk útgáfustarfsemi á hans vegum, sem
er mjög viðamikil. Það blandast engum hug-
ur um að úr þessu húsi er stjórnað miklum
flokki.
I febrúar á þessu ári voru félagar í flokkn-
um um 500 þúsund. I síðustu kosningum
hlaut hann rúmar fimm miljónir atkvæða,
og 73 þingmenn kjörna af 546 þingmönnum
í franska þinginu. Þar sem kosningalög eru
beinlínis sniðin þannig, að þau eru óhagstæð
kommúnistum og sósíalistum, svara þing-
mannatalan alls ekki til hlutfallstölunnar í
kosningum, sem ’73 var 21.3% og hefur í
áratugi haldist um 20%.
SKIPULAG OG SAMSETNING
FLOKKSINS
Félagar franska kommúnistaflokksins
skiptast í rúmlega 23.178 sellur (um tíu þús-
und í bæjarfélögum, átta þúsund í fyrirtækj-
um, og fimm þúsund og fimm sundruð í
sveitarfélögum). Sellurnar eru skipulagðar í
97 samböndum, sem hvert um sig hefur
framkvæmdastjórn, miðnefnd og skrifstofu.
1 miðstjórn flokksins situr 121 fulltrúi og eru
þeir valdir á flokksþingum, sem haldin eru
á þriggja ára fresti. Efst í valdapýramída
flokksins er svo fimmtán manna pólitísk
framkvæmdanefnd kjörin af miðstjórn og
sex ritarar miðstjórnar, sem eru formanni
flokksins til aðstoðar.
Umræðan um stefnubreytingu franska
kommúnistaflokksins hefur hleypt miklu lífi
í allt flokksstarfið. Forráðamönnum flokks-
ins var ljóst að áður en hægt væri að kynna
almenningi nýja stefnu og ný vinnubrögð
yrði að ræða þessi mál til þrautar innan
flokksins og taka upp nýja starfshátm. Þetta
virðist hafa tekist. Það er áberandi hvað
franski kommúnistaflokkurinn er ungur
flokkur. Kynslóðaskipti hafa orðið á nokkr-
um árum. Meðalaldur flokksbundinna er lík-
lega um 37 ár. Meðalaldur rúmlega 1500
fulltrúa á 22 flokksþinginu var aðeins 32 ár.
Kosningarnar til miðstjórnar á þinginu end-
urspegluðu þessa þróun.
Á þinginu voru 48.4 prósent fulltrúanna
undir þrítugu, og 79-3% undir fertugu.
62.1% fulltrúanna höfðu gengið í Komm-
únistaflokkinn eftir 1958, 30.09 prósent
eftir 1972.
Þátttaka kvenna í flokksstarfinu hefur
einnig aukist. Á þinginu var þessi staðreynd
augljós. 484 konur voru meðal fulltrúa, 75
prósent þeirra hafði gengið í flokkinn eftir
1958. I miðstjórn flokksins voru á 22. flokks-
þinginu valdar 23 konur í stað 16 áður.
Ennfremur má geta þess að á flokksþing-
inu var skýrt frá því að fyrirtækjasellum á
Parísarsvæðinu hefði fjölgað um 44 prósent
frá síðasta þingi. I stóru kjördæmi eins og
Gironde hafa 58.2% félaganna gengið í
flokkinn eftir ’68, og hvorki meira né minna
en 24% eftir '12. Hinsvegar voru aðeins
18.5% núverandi félaga gengnir í flokkinn
122