Réttur


Réttur - 01.04.1976, Side 61

Réttur - 01.04.1976, Side 61
amerísks auðvalds. Þeir sjá allt í einu fram á að sósíalistisku flokkarnir: kommúnistar og sósíaldemókratar — muni fara að vinna sam- an í vissum Nato-löndum, ná meirihluta á þingum, mynda ríkisstjórnir, sem smátt og smátt muni efla svo lýðræðið í landinu, að það nái til atvinnulífsins líka: afnema ein- ræði peningamanna yfir atvinnu verkafólks. Og slíkar stjórnir muni ekki einu sinni fara úr Nato, heldur efla lýðræði, einstaklings- frelsi og velmegun fólksins, byggjandi á „sameiginlegri arfleifð þess og menningu." Og Kissinger fórnar höndum og hrópar: Eftir 10 ár verða marxistískar stjórnir ríkj- andi í Vestur-Evrópu — en kastar svo um leið lýðræðis-grímunni og hefur uppi hótan- ir til að reyna að hræða þau lönd, er slíkt gerðu. Hræsnar þessi næstæðsti yfirmaður CIA um leið og hann talar um „stuðning" Bandaríkjanna við lýðræði í Suðurlöndum, en heldur þá að Evrópa sé búin að gleyma því að: CIA kom á fasismanum í Grikklandi 1967 og að Bandaríkjastjórn hélt verndar- hendi yfir fasismanum á Spáni og Portúgal meðan hún mátti. Bandaríkjastjórn hafði forðum til beinar áætlanir um aðgerðir Nato-hers, ef kommún- istar brytust til valda í Nato-ríki. En hvað skal til bragðs taka, ef ótætis kommúnistarnir mynda löglega ríkisstjórn með sósíaldemó- krötum og frjálslyndum borgurum, miklum meirihluta þjóða — og uppreisn hers reynist ókleif? Sumum í Bandaríkjastjórn hefur dott- ið í hug að hætta þá öllum afskiptum af Vestur-Evrópu. Það væri að gefast upp. Amerískir auðhringar og forustumenn þeirra eru of raunsæir til slíks. Þeir myndu heldur kjósa að sætta sig við orðinn hlut og reyna að gera hið besta úr — fyrir sig — ef þeir megna. — Vestur-Evrópa er hvorki Vietnam né Chile. En hvað væru sósíalistar að gera með því að mynda ríkisstjórnir í hverju landi Vestur- Evrópu af öðru, en fara samt ekki úr Nato? Þeir væru að gera það, sem Kaninn kallar „to call the bluff", að láta bera eða bresta með blekkinguna, láta reyna á hvort um hræsni eða heilindi sé að ræða. ★ ★ ☆ Það er nauðsynlegt fyrir alla sósíalista og al- þýðu manna að gera sér Ijóst sambandið milli burgeisastéttarinnar og lýðræðisins. Fyrir burgeisastéttina er lýðræðið fyrst og fremst hræsnisorð, sem hún notar til að breiða yfir ein- ræðisvald sitt í atvinnulífinu — og í öðru lagi réttindi, sem hún neyðist til að láta alþýðu í té vegna baráttu hennar, en treystir því að geta með áróðri sínum hindrað alþýðu I að nota það sjálfri sér í hag. Sú burgeisastétt, er brautina ruddi fyrir hinar, hin breska, batt kosningaréttinn ætið við svo og svo mikla eign uns hún smásaman varð að láta undan af ótta við uppreisn verkalýðs og veita honum kosningarétt. Og franska burgeisastéttin varð að fylkja alþýðu um sig í byltingu sinni gegn kóngi og aðli og því veita henni mannréttindi. Bandaríkin minnast I ár tveggja alda afmælis byltingar alþýðu gegn breskri yfirdrottnun og mann- réttindayfirlýsingarinnar, er lýsti alla menn jafna. Löngum þóttu þau ríki fyrirmynd frelsis og lýð- ræðis þ.e.a.s. meðan bændur, verkamenn, hand- iðnaðarmenn og annað vinnandi fólk var uppistaða þjóðfélagsins og nægilegt frjálst jarðnæði að fá þeim, sem flúðu auðvaldsok Evrópu.1' En einmitt fyrir rúmum 110 árum fór besta forseta Bandaríkj- anna að gruna hver hætta „frelsisins fimbulstorð" stafaði af uppvaxandi auðmannavaldi. Abraham Lincoln reit nokkru fyrir dauða sinn 1865 eftir- farandi: „Ég sé í framtiðinni kreppu nálgast sem ég óttast og gerir mig órólegan um öryggi lands míns. Voldug auðfélög hafa risið upp i kjölfar styrjaldar- innar; timabil spillingar á æðstu stöðum landsins mun af þvi leiða og peningavaldið i landinu mun reyna að lengja herravald sitt með því að auka sér i vil hleypidóma fólksins, þangað til allur auður hefur safnast á fáar hendur og lýðveldið er eyði- lagt. Mig uggir nú meir um öryggi lands mins en 125

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.