Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 29
aðeins óraunhæfar, frómar óskir, ef þær eru
ekki liður í heildaráætlun fyrir þjóðarbú-
skapinn allan og fjárfestinguna alveg sér-
staklega. Og samfara slíkri heildaráætlun
verður að vera yfirstjórn á utanríkisverslun-
inni: sá glundroði og ótakmarkaða eyðsla,
svindl og óreiða verslunarauðvaldsins, sem
dylst undir nafni „frjálsrar verslunar" verður
að víkja fyrir heildarhagsmunum þjóðarinn-
ar.
Það hafa áður verið gerðar tilraunir í þessa
átt og Sósíalistaflokkurinn flutti í 20 ár á
Alþingi frumvarp um að koma þessari skipan
á íslenskt efnahagslíf.
Stœrsta tilraunin var gerð af Nýbygging-
arráði og nýsköpunarstjóminni 1944—47,
þegar keypt voru til landsins öll þau mörgu
og miklu framleiðslutœki, er lögðu tœknilega
grundvöllinn að þeirri lifskjarabyltingu, er
verkalýðurinn hafði knúið fram með sigrum
sínum í stéttabaráttunni 1942 og þar á eftir.
Þar með var mótuð sú lífsafkoma, er nútíma
Island byggir á.
En það tókst ekki sakir ágengni verslunar-
auðvaldsins að tryggja þá yfirstjórn á versl-
uninni, sem æskileg var, og hinsvegar var
íhaldssamt bankavald þrándur í götu.
Þegar fyrri vinstri stjórnin var mynduð
1956 lagði því Alþýðubandalagið til að kom-
ið yrði á áætlunarráði, er sjá skyldi um heild-
arstjórn á þjóðarbúskapnum og vera um leið
yfirstjórn Seðlabankans, til þess að tryggja
þannig fjármálavald til framkvæmdar heild-
aráætlananna í atvinnulífinu. Alþýðuflokkur-
inn féllst á þetta, en Framsókn þverneitaði
og hindraði nauðsynlega heildarstjórn á þjóð-
arbúskapnum og hefur gert það síðan. I báð-
um vinstri stjórnunum (1956—58 og 1971
—74) hefur því orðið að fara þá leið, til að
útrýma atvinnuleysi og efla atvinnulífið, ekki
síst í dreifbýlinu, að koma atvinnutækjunum,
fyrst og fremst fiskiskipunum, upp með nógu
miklum ríkisábyrgðum, en skipulagslaust.
En það veldur því að samræmi milli atvinnu-
tækja á landi og sjó sem og íbúðabygginga
skortir víða og allur grundvöllur atvinnu-
lífsins verður ótraustur, þegar afturhalds-
stjórn skipuleggur lánsfjárskortinn.
Samtök alþýðu og launastéttanna allra
þurfa því að búa sig undir það að láta ekki
þar við sitja sem óhjákvæmilegt er: að loka
bœði leiðum atvinnuleysis og verðbólgu fyrir
braskarastétt landsins, heldur og að knýja
fram ríkisstjórn, sem tryggir í senn fulla at-
vinnu og heldur verðbólgu í skefjum, en það
er einvörðungu mögulegt með heildarstjóm
á þjóðarbúskapnum, fyrst og fremst á fjár-
festingunni og yfirstjóm þjóðarinnar á ut-
anríkisversluninni.
165