Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 29

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 29
aðeins óraunhæfar, frómar óskir, ef þær eru ekki liður í heildaráætlun fyrir þjóðarbú- skapinn allan og fjárfestinguna alveg sér- staklega. Og samfara slíkri heildaráætlun verður að vera yfirstjórn á utanríkisverslun- inni: sá glundroði og ótakmarkaða eyðsla, svindl og óreiða verslunarauðvaldsins, sem dylst undir nafni „frjálsrar verslunar" verður að víkja fyrir heildarhagsmunum þjóðarinn- ar. Það hafa áður verið gerðar tilraunir í þessa átt og Sósíalistaflokkurinn flutti í 20 ár á Alþingi frumvarp um að koma þessari skipan á íslenskt efnahagslíf. Stœrsta tilraunin var gerð af Nýbygging- arráði og nýsköpunarstjóminni 1944—47, þegar keypt voru til landsins öll þau mörgu og miklu framleiðslutœki, er lögðu tœknilega grundvöllinn að þeirri lifskjarabyltingu, er verkalýðurinn hafði knúið fram með sigrum sínum í stéttabaráttunni 1942 og þar á eftir. Þar með var mótuð sú lífsafkoma, er nútíma Island byggir á. En það tókst ekki sakir ágengni verslunar- auðvaldsins að tryggja þá yfirstjórn á versl- uninni, sem æskileg var, og hinsvegar var íhaldssamt bankavald þrándur í götu. Þegar fyrri vinstri stjórnin var mynduð 1956 lagði því Alþýðubandalagið til að kom- ið yrði á áætlunarráði, er sjá skyldi um heild- arstjórn á þjóðarbúskapnum og vera um leið yfirstjórn Seðlabankans, til þess að tryggja þannig fjármálavald til framkvæmdar heild- aráætlananna í atvinnulífinu. Alþýðuflokkur- inn féllst á þetta, en Framsókn þverneitaði og hindraði nauðsynlega heildarstjórn á þjóð- arbúskapnum og hefur gert það síðan. I báð- um vinstri stjórnunum (1956—58 og 1971 —74) hefur því orðið að fara þá leið, til að útrýma atvinnuleysi og efla atvinnulífið, ekki síst í dreifbýlinu, að koma atvinnutækjunum, fyrst og fremst fiskiskipunum, upp með nógu miklum ríkisábyrgðum, en skipulagslaust. En það veldur því að samræmi milli atvinnu- tækja á landi og sjó sem og íbúðabygginga skortir víða og allur grundvöllur atvinnu- lífsins verður ótraustur, þegar afturhalds- stjórn skipuleggur lánsfjárskortinn. Samtök alþýðu og launastéttanna allra þurfa því að búa sig undir það að láta ekki þar við sitja sem óhjákvæmilegt er: að loka bœði leiðum atvinnuleysis og verðbólgu fyrir braskarastétt landsins, heldur og að knýja fram ríkisstjórn, sem tryggir í senn fulla at- vinnu og heldur verðbólgu í skefjum, en það er einvörðungu mögulegt með heildarstjóm á þjóðarbúskapnum, fyrst og fremst á fjár- festingunni og yfirstjóm þjóðarinnar á ut- anríkisversluninni. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.