Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 41
persneskra kaupmanna, en þeir stóðust ekki Portú-
gölum snúning í sjóhernaði og urðu að láta í minni
pokann fyrir þeim. Þannig tókst Portúgölum um
skeið að ná fast að því einokunaraðstöðu í Austur-
landaversluninni og nutu þeir þar þess að hafa
verið brautryðjendur í könnun nýrra siglingaleiða
frá Evrópu til Asíu. Það voru portúgalskir sæfarar
sem opnuðu suðausturleiðina til Indlands, þ.e. leið-
ina suður fyrir Afríku og það var þetta frumkvæði
og brautryðjendastarf sem tryggði Portúgölum það
forskot á aðrar verslunarþjóðir sem dugði þeim
til þeirrar einokunaraðstöðu sem áður var getið.
Rétt er að minna á að það er í tengslum við þessa
verslun sína við Asíulönd að Portúgalar tryggja
sér ítök og aðstöðu víðs vegar meðfram strönd
Afríku, svo sem á Grænhöfðaeyjum, í Gineu,
Angóla, Mósambíque og víðar. Bækistöðvar þeirra
á þessum slóðum áttu fyrst og fremst að þjóna
þeim tilgangi að tryggja samband Portúgala sjálfra
við Asíu en jafnframt að bægja skipum annarra
þjóða á brott.
Hið mikla veldi Portúgala varð skammlíft og lágu
til þess ýmsar ástæður. Skal hér aðeins bent á
tvær. Portúgal var ekki fjölmennt land og þjóðin
megnaði ekki til langframa að rísa undir því stór-
veldishlutverki er hún hafði axlað, allra síst er
hún þurfti að standa i síharðnandi samkeppni við
aðrar verslunarþjóðir sem bæði voru fjölmennari
og áttu þar að auki langtum traustari bakhjarl í
blómlegum atvinnuvegum heimalandsins. Hin á-
stæðan var sú ..herleiðing" sem Portúgalir lentu
í árið 1580, er riki þeirra komst undir spænsk
yfiráð sem stóðu allt til 1640, en allan þann tíma
voru málefni ríkisins í megnasta ólestri.
Enda þótt Portúgalir hefðu glatað stöðu sinni
í Asíuversluninni, fór því fjarri að nýlenduveldi
þeirra væri með öllu úr sögunni. Má miklu fremur
segja að þungamiðja þess hafi fiust til Vestur-
heims, til Brasilíu. Þar höfðu Portúgalir eignast
itök þegar um 1500, en það er einkum á 17. öld
18. öld að þeir taka að arðnýta auðlindir hennar að
marki. Þetta gerðist einkum með tvennum hætti:
Annars vegar var stundaður plantekrubúskapur með
vinnuafli þræla. Var einkum ræktað sykur, tóbak
og þegar frá leið kaffi. Hins vegar var mikið grafið
af málmum úr jörðu einkum gull. Undirstaða þessa
atvinnurekstrar var stöðugur flutningur svertingja
frá Afriku til þrælkunar vestanhafs. Var stærsti
þrælamarkaður í Suður-Ameríku i borginni Bahía
í Brasilíu. Vert er að undirstrika sérstaklega að á
þessum tíma voru ítök Portúgala í Afríku þeim
einkar mikilvæg vegna þrælaverslunarinnar. Gildir
það einkum um Angólu og portúgölsku Gíneu.
Þau urðu endalok á yfirráðum Portúgala í Bras-
ilíu að Brasilía lýsti yfir sjálfstæði 1822 í sama
mund og nýlendur Spánverja þar um slóðir brutust
undan yfirráðum þeirra.
Þótt Portúgalir misstu þannig tvö nýlenduveldi
hvort á fætur öðru, fyrst á Indlandshafi og síðar
í Brasiliu, var þó saga nýlenduveldisins Portúgals
engan veginn öll, heldur gekk það með vissum
hætti í endurnýjun lífdaganna á siðustu áratugum
19. aldarinnar í tengslum við kapphlaup hinna
imperíalisku stórvelda um nýlendur í Afríku sem
komst í algleyming upp úr 1870. Fljótt á litið virð-
ist kannski sem Portúgalir hafi ekki haft mikla
burði til að etja kappi við stórveldin og er það
vissulega rétt. Það var einkum tvennt sem gerði
Portúgölum kleift að færa út kvíarnar í Afriku
meðan kapphlaupið um uppskiptingu álfunnar milli
Evrópuveldanna stóð yfir. Þar kom til í fyrsta lagi
að Portúgalir áttu þarna traust og gróin ítök sem
hægt var að nota sem eins konar brúarsporð frek-
ari útþenslu og svo hitt að þeir gátu spilað á mót-
setningar og samkeppni stórveldanna sín á milli,
einkum Breta og Þjóðverja, sem hvorir um sig gátu
fremur sætt sig við yfirráð Portúgala heldur en
gagnaðilans.
Atburðarásin varð einkum hröð eftir Berlínar-
fundinn 1884—1885, en þar var því slegið föstu að
yfirráðatilkall eitt saman nægði ekki til að helga
einhverju riki tiltekið landsvæði, heldur þyrftu að
koma til raunveruleg yfirráð viðkomandi ríkis á
hlutaðeigandi svæði. Það var ekki síst þessi á-
kvörðun sem ýtti undir Portúgalsstjórn að skil-
greina nánar yfirráðasvæði sitt og tryggja það.
Meðal portúgalskra valdamanna vaknaði sú hug-
mynd að tengja saman lönd Portúgala á vestur
og austurströndinni og eignast þannig belti ný-
lendna yfir álfuna þvera. Þessi áform strönduðu á
algerri andstöðu Breta, sem voru sem óðast að
færa út kvíarnar til norðurs frá Höfðanýlendunni
í suðri.
Áður en vikið verður að innlendri stjórnmála-
þróun í Portúgal á siðari tímum langar mig að
víkja að einum þætti í sambúð Portúgala við um-
heiminn. Hér á ég við hin langvarandi bandalags-
tengsl milli Englendinga og Portúgala, sem rekja
má allt til 1654 og viðskiptatengsl sem fylgdu í
kjölfarið, einkum Methuensamninginn frá 1703,
177