Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 16

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 16
Myndir af félögunum frá þessum árum eru fáar. Hér sjást þeir ión Guðmann, Brynjólfur Bjarnason og Þóroddur Guðmundsson, einn þesti leiðtogi verkalýðsins á Siglufirði, utan við hús Jóns Guð- manns, líklega 1930. fram þá samþykkt á Alþýðusambandsþingi að ganga í II. Internationale, Alþjóðasam- band sósíaldemókrata. Um leið neituðu þeir ,,] ajnaðarmannafélaginu Spörtu," félagi kommúnistanna í Reykjavík, um inngöngu í flokkinn. Friðurinn í flokknum var rofinn, útilokunarstarfsemin gagnvart kommúnistum hafin. F.n einhver fegursti vitnisburðurinn um viðtökurnar, sem Réttur fékk og vinsældirn- ar, er hann þá aflaði sér, er frá unglingi, sem þá var 15 ára og lýsir því 16 árum síðar. Við, sem þá hófumst handa við Rétt vorum 22 til 28 ára gamlir, fullir af eldmóði resk- unnar og gátum því enn skírskotað til hennar og hrifið hana. Látum oss ljúka þessum kafla með þessari frásögn Sigurðar Guðmundssonar, blaða- manns og ritstjóra Þjóðviljans — og um tíma Réttar, — er hann tók við ritstjórn Réttar um skeið 1943. (Sigurður var fæddur 1912): „Eins og flestir jafnaldrar mínir í hreyf- ingu íslenskra sósíalista á ég Rétti stóra skuld að gjalda. Enn verð ég altekinn þakklátri gleði, ef ýtt er við minningu um haustkvöld- ið heima í Borgarfirði (þ.e. eystra E.O.), er ég fékk hann fyrst í hendur, þá fimmtán ára heimalningur. Þyrkingsstormur var um dag- inn og fiskur breiddur á alla reitina. Undir kvöldið var kuldinn orðinn ömurlegur, en síðasta sprettinn í samantektinni bar ég á börum móti sjómanni, sem verið hafði víða um land og mörgu kynnst. Eins og endranær fór ég að snapa eftir bókum, og sjómaðurinn sagði mér frá tímaritinu Rétti og ritstjóra hans, Einari Olgeirssyni. Kuldi og ömurleiki hauströkkursins vék fyrir hrifningu hans af 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.