Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 39

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 39
um Mao Tse-tung kom út hjá Heimskringlu i þrem bindum 1959, 1963 og 1970. 2> Þessi atriði, sem hér er vitnað í voru éður rakin í grein í „Rétti" 1973: „Marx og Engels um bylt- ingu i Rússlandi og Kina“ bls. 113—115. Frönsku orðin síðast í tilvitnuninni þýða: Kínverska lýð- veldið. Frelsi, jöfnuður, bræðralag." 3> Sjang Kai-sék hafði þýskan herforingja, von Seeckt, sér til aðstoðar í fimmtu herferðinni og beitti nýjum aðferðum. Edgar Snow segir nákvæmlega frá þeirri herferð í bók sinni: „Red star over China“ (Rauð stjarna yfir Kína). Manni verður ósjálfrátt hugsað til baka, er Morgunblaðið við lát Mao's birtir lofgerðir um hann, — hugsað til þess tíma fyrir tuttugu árum, er blaðið bar það á róttækan bónda, er mældi breidd á brú upp i Borgarfirði vegna flutnings yfir hana, að hann væri nú með vondum komm- um að undirbúa innrás kínverska hersins á is- landi. Slik var heimskan og ofstækið á tímum kalda stríðsins og bregður fyrir enn! r,) Sú erfðaskrá birtist í ,,Rétti" 1969, bls. 117 —118. 0) Lesa má um þær áhyggjur Lenins í bréfum þeim frá síðustu árum ævi hans, er birtust aftan til í bókinni „Riki og bylting" (Heimskringla 1970), einnig i „Rétti" 1950, „Bréf til flokksþingsins" bls. 20—28. ~> Vandamál ríkisvaldsins, einnig eftir byltingu al- þýðunnar, eru rædd ýtarlega í „Riki og bylting" Leníns. Og hin tvö skeið kommúnismans: hið fyrra skeið, kennt við sósíalismann, meðan rík- isvaldið og fleiri leyfar frá yfirstéttarþjóðfélag- inu enn eru til, og hið siðara: skeið hins full- komna kommúnisma, eru þrautrædd í sömu bók, svo og hjá Marx i „Athugasemdum við Gotha- stefnuskrána" (II. bindi „Úrvalsrita Marx og Engels", bls. 310—339). Sjá þar m.a. bréf Engels til Bebels, er hann segir: „undir eins og svo langt er komið, að um frelsi getur verið að ræða, hættir rikið sem slikt að vera til." (Lenín: Riki og bylting bls. 110, Marx og Engels II. bindi bls. 336). Þessi mál eru og rædd í grein minni „Hvert skal stefna?" í Rétti 1957, einkum kafl- inn „Frelsi og rikisvald", bls. 29—40. 8) Hér er ekki átt við skipulagðar aðvaranir verka- lýðsins eins og átti sér stað t.d. í Póllandi 1970, þegar samband milli flokks og verkamanna hafði rofnað svo að verkalýðurinn varð að mót- mæla gerðum flokks og ríkisstjórnar með verk- föllum, heldur aðgerðir eins og þær, er öfgar urðu mestar í „menningarbyltingunni" í Kína, og raunverulegt stjórnleysi gat orðið afleiðingin. 0)Lenín segir í „Vinstri róttækni. Barnasjúkdómar kommúnismans“ (Heimskringla 1970): „Afstaða stjórnmálaflokks til sinna eigin mistaka er mik- ilvægasti og öruggasti prófsteinninn á alvöru hans og á það, hvernig hann mundi rækja í verki skyldur sinar við stétt sína og allt vinnandi fólk. Hreinskilin viðurkenning á mistökunum og að grafast fyrir um orsakir þeirra, kryfja til mergjar þær aðstæður, sem leiddu til mistakanna, og þrautræða leiðir til að bæta úr þeim, — það eru einkenni flokks, sem vinnur af alvöru, þannig á hann að rækja skyldur sínar, þannig á hann að ala upp og þjálfa stétt sina og síðan fjöldann." (Bls. 56—57). 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.