Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 39
um Mao Tse-tung kom út hjá Heimskringlu i
þrem bindum 1959, 1963 og 1970.
2> Þessi atriði, sem hér er vitnað í voru éður rakin
í grein í „Rétti" 1973: „Marx og Engels um bylt-
ingu i Rússlandi og Kina“ bls. 113—115. Frönsku
orðin síðast í tilvitnuninni þýða: Kínverska lýð-
veldið. Frelsi, jöfnuður, bræðralag."
3> Sjang Kai-sék hafði þýskan herforingja, von
Seeckt, sér til aðstoðar í fimmtu herferðinni
og beitti nýjum aðferðum. Edgar Snow segir
nákvæmlega frá þeirri herferð í bók sinni: „Red
star over China“ (Rauð stjarna yfir Kína).
Manni verður ósjálfrátt hugsað til baka, er
Morgunblaðið við lát Mao's birtir lofgerðir um
hann, — hugsað til þess tíma fyrir tuttugu árum,
er blaðið bar það á róttækan bónda, er mældi
breidd á brú upp i Borgarfirði vegna flutnings
yfir hana, að hann væri nú með vondum komm-
um að undirbúa innrás kínverska hersins á is-
landi. Slik var heimskan og ofstækið á tímum
kalda stríðsins og bregður fyrir enn!
r,) Sú erfðaskrá birtist í ,,Rétti" 1969, bls. 117
—118.
0) Lesa má um þær áhyggjur Lenins í bréfum þeim
frá síðustu árum ævi hans, er birtust aftan til
í bókinni „Riki og bylting" (Heimskringla 1970),
einnig i „Rétti" 1950, „Bréf til flokksþingsins"
bls. 20—28.
~> Vandamál ríkisvaldsins, einnig eftir byltingu al-
þýðunnar, eru rædd ýtarlega í „Riki og bylting"
Leníns. Og hin tvö skeið kommúnismans: hið
fyrra skeið, kennt við sósíalismann, meðan rík-
isvaldið og fleiri leyfar frá yfirstéttarþjóðfélag-
inu enn eru til, og hið siðara: skeið hins full-
komna kommúnisma, eru þrautrædd í sömu bók,
svo og hjá Marx i „Athugasemdum við Gotha-
stefnuskrána" (II. bindi „Úrvalsrita Marx og
Engels", bls. 310—339). Sjá þar m.a. bréf
Engels til Bebels, er hann segir: „undir eins og
svo langt er komið, að um frelsi getur verið að
ræða, hættir rikið sem slikt að vera til." (Lenín:
Riki og bylting bls. 110, Marx og Engels II. bindi
bls. 336). Þessi mál eru og rædd í grein minni
„Hvert skal stefna?" í Rétti 1957, einkum kafl-
inn „Frelsi og rikisvald", bls. 29—40.
8) Hér er ekki átt við skipulagðar aðvaranir verka-
lýðsins eins og átti sér stað t.d. í Póllandi 1970,
þegar samband milli flokks og verkamanna
hafði rofnað svo að verkalýðurinn varð að mót-
mæla gerðum flokks og ríkisstjórnar með verk-
föllum, heldur aðgerðir eins og þær, er öfgar
urðu mestar í „menningarbyltingunni" í Kína,
og raunverulegt stjórnleysi gat orðið afleiðingin.
0)Lenín segir í „Vinstri róttækni. Barnasjúkdómar
kommúnismans“ (Heimskringla 1970): „Afstaða
stjórnmálaflokks til sinna eigin mistaka er mik-
ilvægasti og öruggasti prófsteinninn á alvöru
hans og á það, hvernig hann mundi rækja í verki
skyldur sinar við stétt sína og allt vinnandi fólk.
Hreinskilin viðurkenning á mistökunum og að
grafast fyrir um orsakir þeirra, kryfja til mergjar
þær aðstæður, sem leiddu til mistakanna, og
þrautræða leiðir til að bæta úr þeim, — það eru
einkenni flokks, sem vinnur af alvöru, þannig á
hann að rækja skyldur sínar, þannig á hann að
ala upp og þjálfa stétt sina og síðan fjöldann."
(Bls. 56—57).
175