Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 20

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 20
ingar yfirstétta, þar sem harðstjórar og glæpaforingjar, gerðir út af auðvaldi Evrópu og Bandaríkjanna, drottnuðu með vægðar- lausri ógnarstjórn, er m.a. lét hálshöggva þá verkamenn, sem reyndu að fara í kröfugöng- ur 1. maí. Það tókst að gæða alþýðu manna kraftinum til uppreisnar og áð sigra endan- lega eftir tveggja áratuga fórnfréka baráttu og fádæma hetjuskap. Að sigrinum unnum var Chu ætíð einn fremsti maður alþýðulýðveldisins, átti m. a. sæti í framkvæmdanefnd Kommúnistaflokks- ins, var yfirhershöfðingi alþýðuhersins og forseti þingsins til dauðadags. Kínversk alþýða og öll sú mikla og fjöl- menna þjóð, fjórðungur mannkyns, á nú á bak að sjá hverjum brautryðjandanum af öðrum þeim, er reistu hana upp til baráttu, gæddu hana krafti sósíalismans og leiddu hana til sigurs. Vonandi tekst þeirri þjóð að varðveita allt það og þróa áfram, sem sósíal- isminn hefur veitt henni, þegar brautryðj- endurnir miklu hafa kvatt. Það hefur stund- um reynst erfitt. SKÝRINGAR: 1J Agnes Smedley var amerískur rithöfundur og blaðamaður. Hún var fædd 1894 í verkalýðshverfi í vesturhluta Bandarikjanna, byrjaði að vinna í verksmiðju níu ára gömul. 1917 kom hún til New York. Þar varð hún sósíalisti, tók þátt i þjóðfrelsis- baráttu Indverja og giftist indverskum kommúnista af háum stigum Virendranath Chattopadhyaya. 1918 var hún um nokkurt skeið 1 fangelsi vegna skoð- ana sinna. Fór siðan til Þýskalands, var þar á há- skóla í Berlin og víðar allmörg ár á þriðja ára- tugnum og maður hennar lika. Hann, kallaður Chatto, var mikill málamaður: auk ensku kunni hann frönsku, þýsku, sænsku og nokkuð í itölsku og spönsku. Hann hafði um tíma verið í Svíþjóð og fór þar að læra íslensku. Þau heimsóttu Sov- étríkin 1920. Þar mun Chatto hafa hitt Hendrik Ottósson, er þá var á 2. þingi Alþjóðasambands kommúnista ásamt Brynjólfi Bjarnasyni. — Af bókum Agnesar eru kunnastar: „Daughter of Earth" („Dóttir jarðar"), kom út á norsku (1934) og þýsku, byggð á ævi hennar sjálfrar, — Chinese Destinies" og „Chinese Red Army marches" (1934), báðar um baráttu kínversku alþýðunnar, en Agnes fór 1928 til Kína sem fréttaritari „Frankfurter Zeitung". En hún afhjúpaði svo rækilega ógnar- stjórn afturhaldsins þar í greinum sínum að blaðið rauf samninginn við hana. Síðan reit hún „China fights back‘“ og „Battle hymn of China" (1943) og segir hún í upphafi þeirrar bókar nokkuð frá ævi sinni. — Agnes dó 1950, hafði eftir langa baráttu fengið að fara frá Bandarikjunum, sem héldu kommúnistum á þeim árum næstum sem i fangelsi og bönnuðu þeim utanferðir. Hún vildi komast til Austur-Þýskalands til lækninga og var boðin þangað, en mátti ekki fara, i vegabréfi henn- ar lá blátt bann við heimsókn í slik lönd. Hún and- aðist svo i Bretlandi 6. maí 1950. — Tvær sögur eftir Agnes Smedley, báðar frá Kina, hafa birtst í „Rétti" „Shan Fei, sönn saga frá byltingunni i Kína" árið 1932, bls. 14—23, hafði sú saga birtst í „Frankfurter Zeitung". Hin heitir „Við erum öll fátæk" og birtist árið 1934, bls. 116—122. Halldór Stefánsson íslenskaði hana. s* Ævisaga þessi heitir á enskunni „The great road. The life and times of Chu Teh“. (Leiðin mikla, lif og tímar Chu Te's). Kom út á þýsku hjá Dietz Verlag 1958 („Der grosse Weg. Das Leben Marschall Tschu Tehs"). Þar skrifar Maximilian Scheer eftirmála vegna andláts Agnesar. 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.