Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 43

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 43
urðu 4 sinnum stjórnarskipti 1919, 7 sinnum 1920, 5 sinnum 1921 og 5 sinnum 1925. Eitt af því sem stuðlaði að ólgu og upplausn á stjórnmálasviðinu var framvindan I efnahagsmál- um. Þau höfðu verið i ólestri þegar lýðveldið var sett á laggirnar og þær ríkisstjórnir sem á eftir komu náðu engum tökum á þeim vanda sem þar var við að glíma. Á árunum 1910—1920 óx verð- bólgan um 1200%, en laun hækkuðu langtum minna eða aðeins um 450%. Þessi þróun kallaði að sjálfsögðu á gagnaðgerðir verkalýðsfélaga sem neyttu þar verkfallsréttar sem þeim var tryggður með lögum frá 1910. Hrun gjaldmiðilsins hélt áfram eftir 1920 og einnig ólgan á vinnumarkaðinum. önnur einkenni efnahagsöngþveitisins voru stöð- ugur halli á fjárlögum ríkisins, viðskiptahalli út á við og þverrandi lánstraust ríkisins, en stjórnvöld- um veittist æ erfiðara að fá lán nema þá gegn okurvöxtum. Það er upp úr þessum jarðvegi pólitísks og efna- hagslegs öngþveitis sem valdataka herforingjanna 28. maí 1926 sprettur. Margt hafði þá um skeið bent til slikrar „lausnar", m.a. höfðu aðilar innan hersins þrívegis gert tilraun til að taka völdin árið 1925, en þær tilraunir þá farið út um þúfur. Áður en vikið verður að þróuninni eftir 1926 langar mig til að drepa örlítið á eitt atriði til við- bótar úr sögu fyrsta lýðveldisins, þ.e. þátttöku Portúgala í heimsstyrjöldinni fyrri. Portúgal lýsti yfir hlutleysi sínu I upphafi stríðs- ins og var hlutleysisyfirlýsing þessi gefin út i sam- ráði við Breta, bandamenn Portúgala. Sá vandi, sem heitast brann á Portúgölum vegna styrjaldar- innar var að verja yfirráðasvæði sín í Afríku, Angóla og Mósambíque, gegn hugsanlegri þýskri árás. Eftir því sem á leið stríðið varð sambúð Portúgala og Þjóðverja æ stirðari, sumpart vegna árekstra við landamæri nýlendna þeirra í Afríku í upphafi stríðsins, en síðar vegna þess að Portú- gal dró að ýmsu leyti taum bandamanna þrátt fyrir yfirlýst hlutleysi sitt. Hinn 24. febrúar 1916 gerði stjórn Portúgals upptæk 36 skip Þjóðverja, sem orðið höfðu innlyksa í portúgölskum höfnum í stríðsbyrjun. I framhaldi af þessu sagði Þýskaland Portúgal stríð á hendur 9. mars 1916. Portúgalir sendu her til vesturvígstöðvanna í Frakklandi, í fyrstu 25 þús. menn, en síðar var fjölgað í liðinu upp í 40 þús. Þessar liðssveitir hófu virka þátt- töku í bardögum í janúar 1917 og voru með allt til stríðsloka. Ávinningur Portúgala af styrjaldar- þátttöku þeirra var nánast enginn, en sá tilkostn- aður sem rikið hafði af henni átti sinn þátt í að magna fjármála- og efnahagsöngþveitið. NÝSKIPUNIN 1926 Eðlilegt er að skipta timabili „nýskipunarinnar i þrennt: 1. 1926—1933. Þetta er eins konar umskipta- og mótunarskeið hins nýja skipulags. 2. 1933—1968. Þetta er timabilið eftir að hinir nýju valdhafar hafa fest sig i sessi og komið á því kerfi sem síðan var við lýði í Portúgal í meg- indráttum allt þar til í april 1974. 3. Þó er e.t.v. rétt að taka hér út úr sérstaklega árin 1968—1974, en þá var Salazar úr leik og Caetano oddviti stjórnarinnar. Foringi herforingjanna sem töku völdin 1926 var Gomes de Costa, sem var þekktur sem aðalfor- ingi portúgölsku hersveitanna sem þátt tóku I heimsstyrjöldinni fyrri. Einn helsti samherji hens var annar hershöfðingi Antonio de Carmona, sem tók i fyrstu við embætti utanríkisráðherra. Carmona skákaði Gomes de Costa brátt til hliðar og var siðan kjörinn forseti í nóvember 1926 og gegndi því embætti til dauðadags 1951. Carmona var þó ekki sterki maðurinn í stjórninni nema skamma hríð. Hin raunverulegu völd komust brátt í hendur dr. Antonio de Oliveira Salazars. Hann tók við embætti fjármálaráðherra 1928 og varð síðan for- sætisráðherra 1932. Áður en Salazar varð ráð- herra hafði hann verið prófessor í hagfræði við Coimbraháskólann. Á þessum árum unnu hinir nýju valdhafar að þvi að treysta sig í sessi pólitiskt og móta stjórn- skipunina eftir sinu höfði. Allir gömlu stjórnmála- flokkarnir voru bannaðir en í þeirra stað var árið 1930 stofnuð svokölluð Þjóðfylking sem ætlað var að verða eins konar pólitískur bakhjarl hins nýja skipulags. Það var þó ekki fyrr en 1933 að ný- skipan rikismálefna var lögfest formlega með setn- ingu nýrrar stjórnarskrár. Hún gerði ráð fyrir að æðsti maður rikisins væri forseti kjörinn af þjóð- inni til sjö ára í senn. Forsetinn átti að útnefna forsætisráðherrann og aðra ráðherra að tillögu hans og bar rikisstjórnin ábyrgð fyrir honum. For- setinn staðfesti lög og kallaði þingið saman. Þungamiðja hins pólitíska valds lá hjá ríkisstjórn- inni einkum forsætisráðherranum. Stjórnarskráin 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.