Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 17
rtíinu og ritstjóranum. Ég fór heim með hon-
um beint af reitnum og hann lánaði mér
fyrstu heftin af Rétti Einars Olgeirssonar.
Fátt er jafnheillandi fyrir alþýðunnglinga
og sjá þá heima oþnast, sem sósíalisminn er
lykillinn að, kynnast stefnu, sem eggjar til
náms og leitar og setur umhverfi þeirra og
störf í stórt samhengi, stefnu sem sameinar
á jafnfullkominn hátt eldmóð dýrustu hug-
sjóna mannkynsins og verksvit í baráttu, þá
kunnáttu um vinnuaðferðir hversdagslífsins,
sem tryggir að hugsjónin verði ekki þoku-
kennd draumsýn, heldur skýr og fagur veru-
leiki í lífi alþýðunnar.
Réttur varð fyrsta og kærasta fræðibók
mín um sósíalismann, enda þótt ég kallaði
mig kommúnista áður en hann barst mér í
hendur."
* o *
Hugsjónabarátta mannanna, sem stofnuðu
Rétt og sögðu ranglæti og spillingu auð-
valdsþjóðfélagsins stríð á hendur með reisn
og þrótti, — Jónas frá Hriflu hafði þegar
gert það í „Skinfaxa" 1911, — hafði smátt
og smátt vikið fyrir dægurbaráttunni hjá
þeim flestum, nema Þórólfi.
Það varð nú hlutskipti okkar hinna ungu,
er tóku við Rétti til að boða í honum sósíal-
ismann sem stefnu og lokatakmark, að reyna
að sameina eftir bestu getu þá dægurbaráttu,
er alþýðan ætíð verður að heyja, og barátt-
una fyrir þjóðfélagi sósíalismans, — sam-
ræma umbóta- og áhrifa-baráttuna innan
hins borgaralega þjóðfélags og byltingar-
baráttuna fyrir afnámi auðvaldsdrottnunar-
innar yfir alþýðu og grundvöllun þess sam-
eignar-mannfélags, sem alþýðan ræður
sjálf.
Hálf öld er liðin, mesti umbreytingatími
íslenskrar sögu, hreyfingu okkar róttækra
sósíalista hefur vaxið ásmegin, baráttusamtök
og áhrifatæki hennar stóraukist, lífskjara-
bylting íslenskrar alþýðu gerst. Við skulum
vona að Rétmr hafi að sínu litla leyti smtt
að þessari umsköpun — og að honum auðn-
ist líka að eiga sinn þátt í því að undirbúa
nýsköpunina miklu: þjóðfélagsforustu og
valdatöku íslenskrar alþýðu og sigur sósíal-
ismans.
SKÝRINGAR:
J> Sjá „Rétt" 1965 bls. 227—250 og „Rétt" 1966
bls. 117—138.
3) Sjé Rétt 1965 bls. 248—49, úr bréfi Matthíasar
og erindi Stephans G.
з) Sjá „Rétt" 1916, bls. 13: „En þá (1955 inn-
skot E.O.) á 100 ára afmæli verslunarfrelsis Is-
lendinga við allar þjóðir, á að vera eitt kaup-
félag og á öllu landinu; engin önnur verslun."
*> Pólitík Jónasar var á sínum tíma skilgreind all
rækilega í Rétti 1939: „Valdakerfið á Islandi
1927—39" bls. 81—145.
“) Saga sósíalismans var áður fyrr rituð mjög vel
með tilliti til þessara draumsjóna. Gott sögurit
I þeim efnum var t.d. Max Beer: Socialismens
Historia (á sænsku, frumrit enskt) I tveim bind-
um. Ágæt rit um einstaka þætti eru rit Kauts-
kys: 1) „Vorlaufer des neueren Sozialismus"
um sósíalistískar hugsjónir á miðöldum og siða-
bótartímanum, — 2) „Thomas More und seine
Utopie" og 3) „Ursprung des Christentums."
“) Aðalrit Henry George (1839—97) var „Progress
and Poverty" (1879). Var þýtt á dönsku af
Jakob E. Lange, forvígismanni georgeismans I
Danmörku.
7) Sjá um þetta m.a. greinina „Rautt misseri i
Reykjavik fyrir 50 árum' 'í Rétti 1971 bls. 42-50.
e) Sjé grein um Guðjón í Rétti 1972 bls. 224-234.
“) Um Hólmfríði, sjá Rétt 1974 bls. 64-66, ræða
Þorgríms Starra við útför hennar.
10) Finnur Jónsson (1894—1951), síðar þingmaður
1933 til dauðadags, ráðherra í nýsköpunar-
stjórninni 1944—47, — Haraldur Guðmundsson
(1892—1971), varð alþingismaður 1928, ráð-
herra i vinstri stjórninni 1934—38, — Vilmundur
Jónsson (1889—1972), síðar landlæknir, þing-
maður 1931—41, sagði af sér þingmennsku 7.
júlí 1941.
и) I árganginum 1926 bls. 78—79.
153