Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 55

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 55
Kveðjur til æskulýðs heimsins Vinir í Berlín, ungmenni allra landa. Ég var svo heppinn að vera viðstaddur heimsmót æskunnar 1951 í þessari sömu borg, Berlín. Það var ógleymanleg hátíð. Ég var svo heppinn að lenda í félagsskap tveggja kærra félaga, horfinna I dag, hins mikla tyrk- neska skálds Nazim Hikmet og rithöundarins frá Costa Rica, Lúis Carlos Fallas. Við hlið mína hafði ég einnig Jorge Amado mikinn rithöfund frá Brazilíu. I dag eru það ungir verkamann, bændur, námsmenn, listamenn og stjórnmálamenn sem koma fram fyrir hönd föðurlands míns. í dag berst Chile af sínum göfugustu kröftum til að byggja upp réttlátt þjóðfélag. Ráðist er á okkur af fasistum, heimsvaldasinnum og fölskum kristmönnum. Hið liðna sameinast um að halda í strengina og standa í vegi fyrir voninni. Aftur á móti leggur Chile veginn fyrir sósíalismann. Endurskipting steina okkar, jarðar og virðingar handa bændum okkar særir óvini okkar, sem eru óvinir allrar alþýðu. Ég tala á allan hátt til verndar ofsóttu fólki. I dag kemur rödd mín lengst úr djúpi mér til að vernda hreina þjóð mína, ógnaða ættjörð mína. — Samhugur ykkar er það brauð og vatn sem hetjuleg barátta þjóðar minnar þarfnast. Einustu orð mín til ykkar æskulýðs heimsins eru þessi: Chile er þögult Vietnam. Við viljum velja leið okkar óháð. Lifi alþýða heimsins! Lifi sameiginleg barátta gegn niðurrifsmönn- um! Lifi sameiginleg von okkar! Lifi Chile! Isla Negra júlí 1973. Pablo Neruda. er óbrotinn. Einkasonur hans, Luis Alberto, var píndur í fangabúðum á íþróttavellinum í Santiago og fangabúðunum í Chacabuco og dó af afleiðingum pintinganna. Fasista- stjórnin hefur talað um málaferli gegn Cor- valán, en ekki þorað í þau. Sjálfur hefur hann verið fluttur úr einni dýflissunni í aðra: eftir 90 daga algera ein- angrun í fangaklefa var hann fluttur á Suð- uríshafseyjuna Dawson, þar sem mikil óveð- ur geisa og oft er 15 gráðu frost. Þar átti að reyna að brjóta hann niður með þrælkunar- vinnu. En ekkert hefur getað brotið kjark hans, þó heilsan sé orðin slæm. Hann varð að ganga undir uppskurð í sjúkrahúsi í Val- pariso og var sendur aftur í fangabúðir áður en sárin voru gróin. — Hann er hinum mörgu samföngum sínum og skoðanabræðr- um fyrirmynd að fesm og hetjuskap, — þessi rólegi maður, sem í hversdaglífinu er svo blátt áfram að hann hækkar vart rödd sína er hann talar, treystir á að rök hans ein sannfæri. Andúðin gegn böðulsstjórn Pinochets, bandaríska leppsins, vex nú um víða veröld, þar með einnig krafan um frelsi Corvaláns og annarra andfasista. SKÝRINGAR: I grein þessari er stuðst við frásögn Sergio Villegas, sem var aðstoðarritstjóri ,,EI Siglo" og varð heimskunnur fyrir afhjúpanir sínar á því sem gerðist á iþróttavellinum I Santiago, er fas- istarnir þreyttu honum í fangabúð og pintinga- miðstöð eftir valdaránið. 2) Grein eftir Corvalán frá þessum árum og um þessa baráttu, birtist í ,,Rétti“ 1963 (bls. 33— 39) og ber fyrirsögnina: „Horfur á friðsamlegri alþýðubyltingu I Chile." 191 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.