Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 55
Kveðjur til æskulýðs heimsins
Vinir í Berlín, ungmenni allra landa. Ég var svo heppinn að vera viðstaddur heimsmót
æskunnar 1951 í þessari sömu borg, Berlín. Það var ógleymanleg hátíð. Ég var svo
heppinn að lenda í félagsskap tveggja kærra félaga, horfinna I dag, hins mikla tyrk-
neska skálds Nazim Hikmet og rithöundarins frá Costa Rica, Lúis Carlos Fallas. Við
hlið mína hafði ég einnig Jorge Amado mikinn rithöfund frá Brazilíu. I dag eru það
ungir verkamann, bændur, námsmenn, listamenn og stjórnmálamenn sem koma fram
fyrir hönd föðurlands míns. í dag berst Chile af sínum göfugustu kröftum til að
byggja upp réttlátt þjóðfélag. Ráðist er á okkur af fasistum, heimsvaldasinnum og
fölskum kristmönnum. Hið liðna sameinast um að halda í strengina og standa í vegi
fyrir voninni. Aftur á móti leggur Chile veginn fyrir sósíalismann. Endurskipting steina
okkar, jarðar og virðingar handa bændum okkar særir óvini okkar, sem eru óvinir
allrar alþýðu. Ég tala á allan hátt til verndar ofsóttu fólki. I dag kemur rödd mín lengst
úr djúpi mér til að vernda hreina þjóð mína, ógnaða ættjörð mína. — Samhugur
ykkar er það brauð og vatn sem hetjuleg barátta þjóðar minnar þarfnast. Einustu orð
mín til ykkar æskulýðs heimsins eru þessi: Chile er þögult Vietnam. Við viljum velja
leið okkar óháð. Lifi alþýða heimsins! Lifi sameiginleg barátta gegn niðurrifsmönn-
um! Lifi sameiginleg von okkar! Lifi Chile! Isla Negra júlí 1973.
Pablo Neruda.
er óbrotinn. Einkasonur hans, Luis Alberto,
var píndur í fangabúðum á íþróttavellinum
í Santiago og fangabúðunum í Chacabuco
og dó af afleiðingum pintinganna. Fasista-
stjórnin hefur talað um málaferli gegn Cor-
valán, en ekki þorað í þau.
Sjálfur hefur hann verið fluttur úr einni
dýflissunni í aðra: eftir 90 daga algera ein-
angrun í fangaklefa var hann fluttur á Suð-
uríshafseyjuna Dawson, þar sem mikil óveð-
ur geisa og oft er 15 gráðu frost. Þar átti að
reyna að brjóta hann niður með þrælkunar-
vinnu. En ekkert hefur getað brotið kjark
hans, þó heilsan sé orðin slæm. Hann varð að
ganga undir uppskurð í sjúkrahúsi í Val-
pariso og var sendur aftur í fangabúðir áður
en sárin voru gróin. — Hann er hinum
mörgu samföngum sínum og skoðanabræðr-
um fyrirmynd að fesm og hetjuskap, — þessi
rólegi maður, sem í hversdaglífinu er svo
blátt áfram að hann hækkar vart rödd sína
er hann talar, treystir á að rök hans ein
sannfæri.
Andúðin gegn böðulsstjórn Pinochets,
bandaríska leppsins, vex nú um víða veröld,
þar með einnig krafan um frelsi Corvaláns
og annarra andfasista.
SKÝRINGAR:
I grein þessari er stuðst við frásögn Sergio
Villegas, sem var aðstoðarritstjóri ,,EI Siglo" og
varð heimskunnur fyrir afhjúpanir sínar á því
sem gerðist á iþróttavellinum I Santiago, er fas-
istarnir þreyttu honum í fangabúð og pintinga-
miðstöð eftir valdaránið.
2) Grein eftir Corvalán frá þessum árum og um
þessa baráttu, birtist í ,,Rétti“ 1963 (bls. 33—
39) og ber fyrirsögnina: „Horfur á friðsamlegri
alþýðubyltingu I Chile."
191
L