Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 11

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 11
ég er sem stendur, þá mundi ég svara: Ég vil mutual aid og cooperation. Ég vil að þjóðfélagið verði samvinnu- og samhjálparfélag. Og ég held að það miði ósjálfrátt og óafvitandi að þessu marki. Náttúrlega því fljótar og betur sem meira er af visvitandi vilja i förinni." [Það leynir sér ekki hvaðan höfuðáhrifin koma á Guðjón: „Mutual aid” (Samhjálp) er nafnið á hinni ágætu og áhrifamiklu bók Krapotkins, þessa boðbera hins ríkisvalds- lausa kommúnisma, um gildi samhjálparinn- ar í lífi og þróun mannkynsins]. En áður en þeir ungu menn, er að ofan getur, höfðu fundið leiðina til sósíalismans gegnum georgeismann, höfðu aðrir ungir menn tekið upp beint samband við byltingar- öflin úti í Evrópu: A 2. þingi Æskulýðssam- bands kommúnista í Petrograd og Moskvu í júlí 1920 mæta þeir Brynjólfur Bjamason og Hendrik Ottósson og fyrstu tengsl ís- lenskra kommúnista komast á við alþjóða- hreyfinguna. Og í júlí 1921 var Arsæll Sig- urðsson ásamt Olafi Friðrikssyni á III. þingi Alþjóðasambands kommúnista. í Þýskalandi hittast þessir ungu menn á árunum 1921—24 og eru saman lengri eða skemmri tíma. Og er þeir Brynjólfur, Arsæll og Einar koma heim 1924 hófu þeir auk annara útbreiðslustarfa fyrir kommúnismann að skrifa í „Rétt". I árgöngunum 1924 og 1925 eru greinar eftir Brynjólf og Einar orðnar stór þáttur. Og fleiri sósíalistar, sem ekki töldust til yinstra armsins, kommúnist- anna, rituðu þá gréinar í tímaritið, svo raun- verulega yfirgnæfðu skrif í anda sósíalism- ans þegar það, sem gömlu georgeistarnir rit- uðu. í 10. árgangi (1925) skrifaði Þórólfur einn hinna gömlu útgefanda. „Réttur" var raunverulega að verða málgagn sósíalista. Það var aðeins eftir að leggja smiðshöggið á. II. SKYGGNST UM VÍTT FRÁ VÍFILSSTÖÐUM Ég hafði haft ágæta samvinnu við Þórólf um „Rétt", eftir að ég kom heim til Akur- eyrar, t.d. útvegað eða skrifað þorrann af greinum í 10. árganginn (1925). Þórólfur fann að hann gat ekki lengur séð um útkomu hans, samstarfsmenn hans hinir fornu höfðu flestir hætt að hirða um „Rétt" og þungar áhyggjur hvíldu á honum sjálfum af öðrum ástæðum. Jón Guðmann hafði gerst af- greiðslumaður „Réttar" 1925, svo fjárhags- leg afkoma tímaritsins var mest undir hon- um komin, en Jón var með mér í stjórn Jafn- aðarmannafélagsins á Akureyri og einn nán- asti samstarfsmaður minn í hvívetna. Þór- ólfur var því reiðubúinn að selja okkur kommúnistunum „Rétt". Við Jón Guðmann munum hafa rætt mál- ið ýtarlega, ekki síst er við fórum saman til fundarhalda á Sauðárkróki meðan ég beið eftir plássi á Vífilstaðahæli eftir að ég varð berklaveikur. Einnig mun ég hafa tryggt mér að Davíð Stefánsson, sem var þá náinn vinur, léti okkur hafa kvæði og sögur í „Rétt". Og svo var smiðshöggið lagt á — suður á Vífil- stöðum. Þeir komu oft að heimsækja mig, félag- arnir úr Reykjavík, í heimsóknartímanum á sunnudögum. Menn fengu þá venjulega sæti í bíl, er fór í Hafnarfjörð, að Vífilstaðaaf- leggjaranum og gengu svo upp eftir. Svo var það einn sunnudag úti í hraungjótu að á- kvörðunin var tekin og menn hétu því að hjálpast að við að tryggja útkomuna. Þeir munu þá hafa verið þar: Brynjólfur, Arsæll, Hendrik, líklega V.S.V. (Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson) og máske fleiri. Það var stórhug- 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.