Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 25
Marchais
Berlinguer
Carillo
veldi þessi hrunin. England eftir með hefð-
arhrokann og nokkra volduga auðhringi að
arfleifð — en Þýskaland sjálft skipt í tvennt:
uppskeran af valdadraumunum um þúsund
ára ríki yfirdrottnunar „germanskrar” herra-
þjóðar — en keisaradæmin miklu öll löngu
liðin undir lok.
A því herrans ári 1878 hugði auðvald og
aðall Evrópu sig eilífa drottnendur. Fyrsta
alþjóðasamband verkalýðsins hafði orðið að
hætta starfi í Evrópu eftir að Parísarkomm-
únan var kæfð í blóði 1871 og þýski járn-
kanslarinn hugðist brjóta sterkasta flokk
þess, þýska sósíalistaflokkinn, á bak aftur
með banni á starfsemi flokksins 1878.
Nú ern það arftakar þeirra flokka og al-
þjóðasambanda, er útrýma skyldi fyrir einm
öld, sem koma saman í Berlín, til þess að
skipuleggja sókn alþýðu gegn yfirdrottnun
auðsins, gegn kreppu og fasisma. Þeir sam-
einast um þá stefnu, að alþýða Evrópu eigi
að standa saman í þessari ,frelsisbaráttu
hvaða leiðir, sem hver flokkur velur í sam-
ræmi við aðstæður og erfðavenjur hverrar
þjóðar. Og við þeim blasir nýr heimur, ef
horft er aftur til 1878: Veldi auðs og aðals
hrunið frá Saxelfi til Gulahafs, alþýðan tek-
in að byggja upp þjóðfélag sósíalismans á
öllu því svæði og allt suður til Eyjahafs í
Evrópu en að Suður-Kínahafi í Asíu. Og
rísandi alda sósíalismans staðnæmist ekki við
meirihluta Evrópu og Asíu: I Afríku hrynja
nú fjötrar nýlendudrottnunar hvarvetna og
í ýmsum ríkjum þar tekur alþýðan í fátækt
sinni að feta sig áfram til sósíalisma, þótt
illur arfur aldakúgunar nýlendudrottnanna
sé þar erfiður þrándur í götu. Og í sjálfu
höfuðvígi auðvaldsins, Ameríku, þar sem
fasisminn drottnar í öðru hverju landi í skjóli
Bandaríkjaauðvaldsins, hefur sósíalisminn
þegar fest rætur á Kúbu — og verður ekki
upprættur.
Og Berlín varð þingstaður þessarar sögu-
legu samkomu alþýðuleiðtoga Evrópu:
Berlín, borgin þar sem Marx og Engels eitt
sinn námu, þar sem Bebel og Wilhelm
Liebknecht börðust fyrir alþjóðahyggju
verkalýðsins, er Bismarck léði aðstoð sína til
161