Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 56

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 56
INNLEND BgB 1 VÍÐSJÁ ■|h ÞING BSRB 30. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var haldið í Reykjavík um miðjan október. Er það hið fyrsta í röð þinga sem samtök launafólks halda á þessu hausti. BSRB verður æ kröftugra samband launa- fólks. Nú hafa samtökin fengið verkfallsrétt sem vafalítið verður nauðsyn á að beita haldi núverandi ríkisstjórn völdum. Innan samtak- anna er láglaunafólk að yfirgnæfandi meiri- hluta til og samtökin verða æ fjölmennari; þar eru nú um 12 þúsund manns. A þingi Bandalagsins voru gerðar álykt- anir um kjaramál sem bera vitni um stað- fastan vilja samtakanna til átaka. Þingið taldi að þetta væru höfuðverkefnin í kjaramálun- um framundan: 1. Að kjaraskerðing síðusm ára verði bætt að fullu, en kaupmáttur launa opinberra starfsmanna hefur skerst um 32—44% síðan í febrúar 1974. 2. Að samið verði um verulegar kjara- bætur sem lyfti launakjörum upp af núver- andi láglaunastigi. Var meðal annars bent á á þinginu að laun hér á landi eru um helm- ingurinn af launum í sambærilegum starfs- greinum erlendis. 3. Að full verðtrygging verði sett á laun. 4. Að leiðrétt verði launamisræmi miðað við þau laun sem eru á almennum „vinnu- markaði". I ályktun bandalagsþingsins um kjaramál segir meðal annars að „launakjör íslenskrar alþýðu eru nú orðin ein hin allra lægstu í Vestur-Evrópu." Þá segir: „Hér á landi hefur geisað óðaverðbólga og frá því að umsamin vísitöluhækkun á laun var síðast greidd 1. mars 1974 og til 1. ágúst 1976 hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 150% og kaup- gjaldsvísitalan, sem um var samið, hefði lík- lega hækkað um 130%. Launastigi opinberra starfsmanna hefur á sama tíma einungis hækkað um 40—70%." Meðal þeirra samtaka launafólks sem munu halda þing á þessu hausti eru Sjó- mannasambandið, Málm- og skipasmiðasam- bandið,Samband byggingamanna og loks Alþýðusamband Islands. LANDRÁÐSTEFNA HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA Landsráðstefna herstöðvaandstæðinga var haldin dagana 16. og 17. október. Ráðstefn- una sóttu um 300 manns. Hún var haldin fyrri daginn í Stapa í Njarðvíkum, en þann síðari í Sigtúni, Reykjavík. Verkefni ráðstefnunnar var í meginatrið- um sem hér segir: 1. Að setja samtökunum stefnuskrá. Eftir miklar umræður undanfarið ár náðist sam- komulag um stefnuskrá sem var samþykkt samhljóða. 2. Að setja samtökunum lög. Þau voru einnig samþykkt samhljóða. 3. Að ákveða næstu verkefni samtakanna. 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.