Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 56
INNLEND BgB 1
VÍÐSJÁ ■|h
ÞING BSRB
30. þing Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja var haldið í Reykjavík um miðjan
október. Er það hið fyrsta í röð þinga sem
samtök launafólks halda á þessu hausti.
BSRB verður æ kröftugra samband launa-
fólks. Nú hafa samtökin fengið verkfallsrétt
sem vafalítið verður nauðsyn á að beita haldi
núverandi ríkisstjórn völdum. Innan samtak-
anna er láglaunafólk að yfirgnæfandi meiri-
hluta til og samtökin verða æ fjölmennari;
þar eru nú um 12 þúsund manns.
A þingi Bandalagsins voru gerðar álykt-
anir um kjaramál sem bera vitni um stað-
fastan vilja samtakanna til átaka. Þingið taldi
að þetta væru höfuðverkefnin í kjaramálun-
um framundan:
1. Að kjaraskerðing síðusm ára verði bætt
að fullu, en kaupmáttur launa opinberra
starfsmanna hefur skerst um 32—44% síðan
í febrúar 1974.
2. Að samið verði um verulegar kjara-
bætur sem lyfti launakjörum upp af núver-
andi láglaunastigi. Var meðal annars bent á
á þinginu að laun hér á landi eru um helm-
ingurinn af launum í sambærilegum starfs-
greinum erlendis.
3. Að full verðtrygging verði sett á laun.
4. Að leiðrétt verði launamisræmi miðað
við þau laun sem eru á almennum „vinnu-
markaði".
I ályktun bandalagsþingsins um kjaramál
segir meðal annars að „launakjör íslenskrar
alþýðu eru nú orðin ein hin allra lægstu í
Vestur-Evrópu." Þá segir: „Hér á landi hefur
geisað óðaverðbólga og frá því að umsamin
vísitöluhækkun á laun var síðast greidd 1.
mars 1974 og til 1. ágúst 1976 hefur fram-
færsluvísitalan hækkað um 150% og kaup-
gjaldsvísitalan, sem um var samið, hefði lík-
lega hækkað um 130%. Launastigi opinberra
starfsmanna hefur á sama tíma einungis
hækkað um 40—70%."
Meðal þeirra samtaka launafólks sem
munu halda þing á þessu hausti eru Sjó-
mannasambandið, Málm- og skipasmiðasam-
bandið,Samband byggingamanna og loks
Alþýðusamband Islands.
LANDRÁÐSTEFNA
HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA
Landsráðstefna herstöðvaandstæðinga var
haldin dagana 16. og 17. október. Ráðstefn-
una sóttu um 300 manns. Hún var haldin
fyrri daginn í Stapa í Njarðvíkum, en þann
síðari í Sigtúni, Reykjavík.
Verkefni ráðstefnunnar var í meginatrið-
um sem hér segir:
1. Að setja samtökunum stefnuskrá. Eftir
miklar umræður undanfarið ár náðist sam-
komulag um stefnuskrá sem var samþykkt
samhljóða.
2. Að setja samtökunum lög. Þau voru
einnig samþykkt samhljóða.
3. Að ákveða næstu verkefni samtakanna.
192