Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 4

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 4
Miskunnarlaust er ráðist á lífskjör og rétt- indi alþýðunnar. Oðaverðbólgan er mögnuð til að færa aukin verðmæti til eignastéttar- innar á kostnað hinna fátækari. Kaupmáttur launa hefur verið skertur um nær þriðjung. Óhugsandi er að lifa af dagvinnutekjum ein- um saman og almenningur verður að sækja lífsbrauð sitt með tvöföldu vinnuálagi. Um leið eru herfjötrarnir reyrðir að hálsi þjóð- arinnar, samið um stórfelld réttindi útlend- inga í íslenskri landhelgi og landinu sökkt í botnlausar erlendar skuldir. Erlend stóriðja skal efid. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar er í stórfelldri hætm. Allt er þetta gert í þágu verslunarauðvaldsins. II. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið var- hluta af því, að nú eru nýir herrar í landinu. Sl. tvö ár hefur hún átt í stöðugu varnarstríði við atvinnurekendur og ríkisstjórn gróðaafl- anna. Segja má að nær óslitið samningastríð hafi ríkt frá því ríkisstjórnin kom til valda og þar til allsherjarverkfallinu lauk í vetur. Inntak kjarabaráttunnar þennan tíma hefur verið að reyna að koma í veg fyrir kaup- skerðingaráform ráðamanna. Það hefur þó fjarri því tekist, eins og alþjóð veit, þótt komið hafi verið í veg fyrir ennþá stórfelld- ari lífskjaraskerðingu en að var stefnt. I verkalýðssamtökunum hafa menn verið að gera sér grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem samtökin eru í, þegar fjandmenn verka- fólksins fara bæði með hið pólitíska afl og hið efnahagslega. Með öðrum orðum, að við völd í landinu er ríkisstjórn, sem lítur á sig sem sérstakan þjón atvinnurekendavaldsins. Samstarf íhalds og framsóknar í ríkisstjórn- inni hefut líka orðið til þess að skapa ný samstarfsviðhorf innan verkalýðshreyfingar- innar. Stuðningsmenn Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, sem áramgum saman börð- ust um yfirráðin í verkalýðsfélögunum, hafa smám saman tekið upp náið samstarf. Innan Alþýðusambandsins er augljóst, að smðn- ingsmenn verkalýðsflokkanna hafa gert sér fulla grein fyrir því að þeir þurfi að standa fast saman í átökunum við ógnarstjórnina. Þeirri skoðun hefur líka verið óðum að vaxa fylgi í þessum röðum, að hin hefðbundna kjarabarátta dugi hvergi nærri ein saman til að tryggja hagsmuni og lífskjör verka- fólksins. Verkalýðshreyfingin verði einnig að berjast á hinum pólitíska vettvangi. Treysta þurfi samstarf og samstöðu með þeim stjórn- málaflokkum sem byggja á hugsjónum verkalýðshreyfingarinnar. III. Alþýðusambandið hafði á s.l. vetri fmm- kvæði að samstarfi við stjórnarandstöðu- flokkana í mikilvægusm hagsmunamálum alþýðunnar. Þetta kom m.a. fram í mótun kjarastefnunnar fyrir tæpu ári, þegar Al- þýðusambandið lagði áherslu á breytta efna- hagsstefnu og tryggingu kaupmáttar, sem kæmi í stað beinna kauphækkana. Þetta sam- starf kom einnig skýrt fram í landhelgis- málinu, en þar gekk Alþýðusambandið fram fyrir skjöldu í baráttunni gegn afsali fiskimiðanna til útlendinga. Þá var einnig um að ræða náið samstarf í barátmnni gegn þeirri verðlags- og verð- bólguskriðu, sem hleypt var af stokkunum strax að loknum kjarasamningum í vemr. Þá var ætlunin að brjóta endanlega á bak aftur barátmþrek verkalýðsfélaganna, sýna fram á að verkföll borguðu sig ekki. I stað launahækkana sem knúnar væru fram í átök- um kæmu margfaldar verðhækkanir sem 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.