Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 1
icttur
59. árgangur
1 976—3. hefti
Stormur er í aðsigi, stormur reiðinnar yfir ranglætinu í skiptingu þjóðar-
teknanna fésýsluvaldinu í hag. Verðbólgan er aðalránsaðferð fésýsluflokk-
anna. til að stela kaupinu af launastéttunum jafnóðum og þær hafa knúið
fram nokkra endurbót á launakjörum sínum og jafnframt til að hækka fast-
eignir sínar í verði en lækka raungildi skulda. Stjórnmálavald fésýsluflokk-
anna tveggja er undirrót verðbólgunnar. Forsendur fyrir því að ráða við
verðbólguna er að brjóta það vald á bak aftur.
Stormur er í aðsigi. Þeim stormi þarf að stjórna pólitískt, svo fésýsluvald-
inu takist ekki að gera hann að einni verðbólgustórhríðinni enn. Stormurinn,
—• stórsókn verklýðs- og starfsmannasamtakanna, — þarf að feykja burt
valdi fésýsluflokkanna — og til þess það sé unnt þurfa samtök launafólks
og flokkar alþýðunnar að samtvinnast, samfylkja í stéttabaráttunni, pólitísku
og faglegu. Engin hræsni fésýsluvaldsins og faguryrði má forða því frá þeim
ósigri, er bíður þess, ef alþýðan þekkir sinn vitjunartíma.
Hættan af framhaldi á yfirráðum braskvaldsins er ekki aðeins áframhald-
andi kauprán er geri ísland að mestu lágjaunalandi Vestur-Evrópu. Fésýslu-
flokkarnir eru líka að henda auðæfum þjóðarinnar, — fossum og fallvötnum,
— í ginið á útlendu auðvaldi, til þess að kaupa sér sterka kúgara inn í land^
ið sem bandamenn í stéttabaráttunni við alþýðu landsins.
Uppreisn gegn þessu þraskveldi þarf að verða á öllum sviðum, því í æ
ríkara mæli er blint gróðasjónarmiðið að heltaka þjóðlífið: Unglingunum á
sérstökum aldri er raunverulega hent út á götuna, fyrst þeir eru ekki orðnir