Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 33

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 33
istastjórnarinnar með ofurefli liðs, en bænda- yfirráðin — bændaráðin — rísa alltaf upp aftur. Hvað var að gerast? llftir ósigur verka- iýðshreyfingar ris npp sigursæl bcendabylting. Það var brotið blað í sögu marxistískrar fræðikenningar. Mótuð við aðstæður vest- rænna iðnvelda var þar reiknað með því að verkalýðurinn, líklega sem meirihluti þjóð- ar, tæki völdin af auðmannastéttinni og kæmi sósíalismanum á. Og þorri kommúnista áleit þetta algera forsendu alþýðusigurs. Þó hafði byltingin í Rússlandi gerst undir öðrum kringumstæðum, en það var þakkað snilli kommúnistaflokksins að hagnýta alveg ein- stakar aðstæður: stríðsleiða þjóðarinnar, land- hungur fátækra bænda, sára fátækt vel skipulagðs verkalýðs. En nú reyndist í sex ár sovétbylting kín- verskra bænda ósigrandi. Kommúnisminn var að taka á sig nýja mynd. Það hafði að vísu hvarflað að þeim vísu lærifeðrum sósíalismans að eitthvað undar- legt gæti gerst í þessa átt. I janúar-hefti eins tímarits síns 1850a) drepa þeir Marx og Engels á það, að ef til vill yrði ekki langt á milli kínverskrar bylt- ingar og verklýðsbyltingar í Vestur-Evrópu. Og þeir ímynda sér sigrað afturhald flýja: „Þegar okkar evrópsku afturhaldsmmn koma loks að kínverska múmum á yfirvof- andi flótta peirra gegnurn Asíu, — að pví hliði, sem opnast cetti inn í hinsta vígi erki- afturhalds og — íhalds, — hver veit nema par blasi við peim yfirskriftin: République chinoise Liberté, Egalité, Fraternité." Lærifeðurnir miklu eru heldur ekki í nein- um efa um að sósíalisminn í Kína yrði ó- líkur þeir evrópska. I sömu málsgrein stend- ur: „Kínverski sósíalisminn getur hinsvegar vissulega orðið eins frábrugðinn sósíalisma Evrópu eins og kínversk heimspeki er ólík heimspeki Hegels." Einmitt á þessum árum er hugmyndin um bændabyltingu rík í huga þeirra, að vísu alltaf í tengslum við verklýðsbyltingu, þar sem verkalýður er enn minnihluti þjóðarinn- ar: Marx ritar Engels 16. apríl 1856: „Oll málalok í Þýskalandi eru undir pví komin, að unnt sé að styðja verkalýðsbylt- inguna með einskonar nýju bcendastríði." Og í „Atjánda brumaire Lúðvíks Bóna- parte” (útgáfunni 1852) ritar Marx um hugsanlega uppreisn vonsvikinna smábænda og segir að með þeim fái„verkalýðsbyltingin pann kór, sem hún parfnast, pví ella verði einsöngur hennar hjá öllum bcendapjóðum hennar útfararljóð." En allar miðast þessar hugleiðingar þó við verklýðsbyltinguna sem forsendu. Hjá Mao og félögum hans mótast hinsveg- ar á þessum árum (1928—34) hugmyndin um sigursæla bændabyltingu undir forustu þrautþjálfaðra kommúnista (sem koma þann- ig í stað verkalýðsforustu). Og þeir móta hina sérstöku skæruhernaðaraðferð sína í samræmi við þetta: Láta undan síga er of- urefli afturhaldsherjanna sækir á, hrjá þá, er þeir nema staðar, sækja á þá, er þeir halda undan o.s.frv. En miðstjórn Kommúnistaflokks Kína var á þessum árum í borgum Kína, — auðvitað á laun. Og hún var skipuð ungum mönnum, skóluðum í Moskvu í „íræðunum", eins og þau voru kennd á aðaltímabili einangrunar- stefnunnar hjá Alþjóðasambandi komniún- ista. Aðalforingjar þar voru menn eins og Li Lí-san og Wang Ming, sem hafði gengið í flokkinn 1927 í Moskvu, tvítugur, — og þeir náðu miðstjórninni á vald sitt 1931. Og þeir vildu láta heyja stórorustur, ráðast 169 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.