Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 38
ofureflingu embættisvaldsins — þessa áfenga
valds, sem fær ósköp litla karla til að tútna
út og halda sig vera mikla menn, þegar þeir
eru komnir í háar stöður, — og embættis-
vald var óhugnanlega landlægt í þessu eld-
forna yfirstéttarríki. Abyrgðartilfinning hins
samviskusama leiðtoga birtist í þessum á-
hyggjum. — Lenin leið og undir svipuðum
áhyggjum síðustu ár ævi sinnar.0) — „Menn
ingarbyltingin" var árangurinn af þessum
áhyggjum, uppreisnarsvarið gegn embættis-
valdinu. En þar biðu öfgarnar, ofstækis- og
einangrunarstefna „vinstri" kommúnistanna
á næsta leiti, og aðeins jafnvægis-stjórnlist
Chou En-lais fékk afstýrt því að hún leiddi
til stjórnleysis og hruns.
Vandamálið mikla, sem angrar sterka og
heita siðgæðiskennd foringjanna miklu, Len-
íns og Mao á síðustu árum þeirra er vanda-
mál ríkisvaldsins (og flokksins) í þjóðfélagi
sameignarinnar á fyrra skeiði þess, meðan
ríkisvaldið enn er til — og voIdugt.7)
Það vandamál er svo viðkvæmt að það
fæst enn ekki rætt af alvöru í heimi sósíal-
ismans. I því máli getum við upplifað allt
— allt frá því að ríkisvaldið svo að segja
umhverfi flokknum í höfuðstoð sína og til
hins að stjórnlaus hreyfing æsku og alþýðu
næstum umturni og grandi sjálfu ríkisvaldi
alþýðunnar í ofstæki sínu.8)
Frúmskilyrðið til þess að leysa þetta vanda-
mál eru frjálsar umræður um það, fyrst og
fremst í flokknum og verkalýðshreyfingunni,
— m.a. það, sem eitt sinn var kallað sjálfs-
gagnrýni flokksins.0) Það er hugsanlegt að
sá „vestræni" kommúnismi verði á undan að
ræða það mál og Ieggja drög að lausn þess,
— vegna frelsiserfða alþýðunnar þar, —• þótt
kommúnistaflokkar Sovétríkjanna og Kína
hafi orðið á undan með sjálfa alþýðubylt-
inguna, valdatökuna. Og það er ekki óhugs-
andi að rauð Vestur-Evrópa kynni að verða
á undan brautryðjendum byltinganna í því
að ná þeim áfanga í þróun sósíalismans, þar
sem frelsið tekur í vaxandi mæli við af ríkis-
valdinu, kúgunarvaldinu, — þar sem alþýðan
sjálf og öll tekur í vaxandi mæli við að
stjórna, en læmr ekki lengur embættismenn
sína, fulltrúa sína, stjórna fyrir sig.
* o *
Mao Tse-tung, Chou En-lai, Chu Te.
Svo nálœgir af því þú hefur eitt sinn þrýst
hönd þeirra sem félaga, mælt þá máli, fylgst
með lífi þeirra í fjörutíu ár. Svo fjarlœgir,
horfnir allir í senn, orðnir nöfnin gylltu á
spjöldum sögunnar. Þjóð þeirra hefttr misst
mikið, en þeir höfðu gefið henni mikið, hið
mesta sem nokkur maður getur gefið þjóð
sinni.
Hvað verður um arfinn þeirra?
Við skulum vona og óska að Kommún-
istaflokki Kína og kínverskri alþýðu, auðnist
að varðveita og ávaxta þann arf. En gangan
eftir refilstigum ríkisvaldsins mun ekki síður
en „gangan mikla" reyna á hugsjónatryggð-
ina, siðferðisþrekið og viskuna, þótt á allt
annan hátt sé — en þó framar öllu á al-
þjóðahyggjuna án tillits til ríkishyggju stór-
veldisins.
E. O.
SKÝRINGAR:
Hér verður alls ekki rakin ævi Mao's, en bent
á eftirfarandi rit á íslensku: „Réttur" birti 1950
allýtarlega frásögn af fyrri hluta ævi Mao's, bls.
7—17, tekin saman af Halldóri Stefánssyni og
síðan skrifaði Magnús Torfi Ólafsson greinina
„Sigur kínverskrar alþýðu“ 1951, bls. 18—31.
1950 kom út hjá Heimskringlu „Bókin um Kina“
eftir Sverri Kristjánsson, er fyrri hlutinn saga
Kína, en síðari hlutinn sjálfsævisaga Mao’s,
skráð af Edgar Snow, en þýdd af Sverri. —
1964 kom út bókin „Bak við bambustjaldið"
eftir Magnús Kjartansson. 1959 hafði komið út
„Byr undir vængjum. Ferðasaga frá Kína“ eftir
Kristinn E. Andrésson. „Ritgerðir", úrval úr rit-
174