Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 35
á borgirnar, — yfirleitt reka allt aðra pólitík
en Mao áleit skynsamlegt. (Þeir „28 bolshe-
vikkar" voru þessir ungu menn frá Sun-Yat-
sen skólanum í Moskvu stundum kallaðir).
Hinir ungu menn töldu sig vera að fram-
kvæma kenninguna hreina, án afsláttar og
frávika. Þeir töldu sig eiga fagra fyrirmynd
í voldugri sigursælli hreyfingu erlendis. Og
eftir að miðstjórnin varð að flýja úr borgun-
um upp í „sovét"-héruðin, réð hún því að
lagt var til stórorustu í stað þess að hörfa að
skæruhernaðar-hætti. Og er fimmta herferð
Sjank-Kai-sjeks gegn sovéthéruðunum hófst'1’
varð rauði herinn undir — og „gangan
mikla" frá suðurhéruðunum til Norður-Kína
hófst. Hún hófst í október 1934 og í októ-
ber 1935 komust þeir fyrstu á áfangastað. En
í janúar 1935 var sá miðstjórnarfundur hald-
inn, er gerði upp sakirnar, yfirvann einangr-
unarstefnuna og villur hennar og gerði Mao
að formanni framkvæmdanefndar.
Hin sjálfstceða stefna Maos hafði sigrað.
Það var fjöldagrundvöllur hjá hændum fyrir
sigursælli byltingu, ef henni var stjórnað af
þjálfuðum, sjálfstætt hugsandi marxistum,
sem kunnu að beita réttum en frumlegum
pólitískum og hernaðarlegum bardagaaðferð-
um.
Með þeirri gerbreytingu sem verður á for-
ustu flokksins á janúar-fundinum 1935 hefst
líka sú nána gifturíka samvinna milli Mao
Tse-mng og Chou En-lai, sem hélst óslitin
meðan báðir lifðu. Þeir kunnu að taka tillit
hvor til annars og ef draumsjónir skáldsins,
heimspekingsins, siðbótamannsins Mao ætl-
uðu síðar meir að stofna ríki byltingarinnar í
hættu, þá var það raunsæi stjórnmálasnill-
ingsins Chou, sem beindi hugsjónakraftinum
inn á réttar brautir og forðaði frá óbætanlegu
tjóni.
— Eg átti þess kost, er ég kom til Kína
1957 í boði Kommúnistaflokksins að ræða
ýtarlega við framkvæmdastjóra hans, Liu
Sjao-sí, og spurði hann um fundinn 1935.
„Hvað varð um Wan-Min og Lí Lí-san eftir
janúar-fundinn?" Líu svaraði: „Við vildum
reka þá úr miðstjórninni, en Mao formaður
vildi það ekki, hann vildi að þeir væru þar
kyrrir — og það varð." — Þessu kann að
hafa ráðið kænska hjá Mao, því Wan Mín
var almennt skoðaður sem fulltrúi Stalíns.
En þar kemur og til greina umburðarlyndi,
því Mao mun hafa verið ljóst að einangrun-
arsinnar geta verið hinir bestu til starfa, ef
þeir hlýða sjálfstætt hugsandi forustu, eins
og þeir geta hinsvegar verið óþolandi og
valdið óumræðilegri ógæfu, ef þeir fá að
ráða. — Og Lí Lí-san var trúaður á mikið
hlutverk Kína í framtíðarhreyfingu komm-
únismans, þótt hann bæri ekki gæfu til að
finna leiðina til að framkvæma það. —
Og svo kom snilldin:
„Gangan mikla” sem var í raun skynsam-
lega skipulagt undanhald undan ofurefli,
varð fyrir pólitíska snilli gerð að upphafi
hinnar víðfeðmu þjóðfylkingar Kínverja
gegn hemaðarinnrás Japana. Flutningur
hersins frá suðri til norðurs var tengdur því
að færa herstöðvar rauða hersins nær jap-
anska innrásarhernum og skora á alla Kín-
verja að fylkja liði gegn japanska hernám-
inu.
3. ÞJÓÐFYLKINGIN GEGN
JAPANSKA INNRÁSARHERNUM
Nú gerist eitt undrið enn:
Út frá Yenan, hellna- og höfuðborg komm-
únistanna, berst áskorun um allsherjar þjóð-
fylkingu allra Kínverja, líka Sjang-Kai-séks
og Kuomintang.
Sjang-Kai-sék hafði svikið kommúnistana
í tryggðum 1927, hafið blóðbaðið mikla
gegn þeim, verið og var enn erindreki og
171