Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 57
pp*
811 ' . 1
Frá BSRB-þingi.
4. Að kjósa samtökunum forystu.
Segja má að miðað við þær vonir sem
menn höfðu gert sér hafi ráðstefnan tekist
hið besta. Undirbúningur ráðstefnunnar
hafði mætt á miðnefnd sem sett var á lagg-
irnar á Staparáðstefnunni 1975. Formaður
hennar var Andri Isaksson prófessor. Vann
miðnefndin mjög gott starf. I henni voru
tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, þau
Gils Guðmundsson og Svava Jakobsdóttir.
Beitti nefndin sér fyrir Keflavíkurgöngunni
glæsilegu sem sagt var frá í Rétti fyrr á
árinu (2. heftinu). Hin nýja miðnefnd her-
stöðvaandstæðinga er 12 manna og er hún
þannig skipuð:
Asmundur Asmundsson, Arni Sverrisson,
Baldur Oskarsson, Bergljót Kristjánsdóttir,
Guðrún Hallgrímsdóttir, Gunnar-Andrésson,
Hörður Zóphóníasson, Jónas Jónsson, Kefla-
vík, Jónas Jónsson, frá Ystafelli, Olafur
Gíslason, Stefán Jónsson og Vésteinn Ola-
son.
SJÓMANNASAMBANDIÐ
Þing Sjómannasambands íslands var hald-
ið 22.—24. okt. Róttækar samþykktir voru
gerðar þar, sem sagt verður frá í næsta hefti,
svo og miklar breytingar á stjórn. Jón Sig-
urðsson baðst undan endurkosningu, en hann
hefur verið formaður frá upphafi. Oskar Vig-
fússon, Hafnarfirði, var kosinn formaður,
Guðmundur M. Jónsson, Akranesi, varafor-
maður, Jón Olsen, Keflavík, ritari. Nánar í
næsta hefti.
193